Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 72
nr8u syndugir fyrir óhlýðni hins eina manns, eins
munu líka hinir mörgu fyrir hlýöni hins eina (Krists)
veröa réttlættir“ (Róm. 5, 19). ,,því hann, sem ekki
þekti synd, gjöröi guö að syndafórn vor vegna, svo aö
vér fyrir hann yröum réttlættir fyrir guöi“ (2. Kor. 5,
21). ,,Og leiti ekki réttlætingar af hlýöninni við lög-
máliö (verkunum), heldur þeirrar réttlætingar, sem
guð veitir fyrir trúna á Jesúm Krist“ (Fil. 3, 9).
Orsök réttlœtingarinnar.
Spyrji einhver um ástæðuna eða orsökina fyrir
slíkri réttlæting, þá er hún, samkvæmt guös orði, fólg-
in í kærleika guðs til mannanna. Guö er kærleikur.
Öll opinberun hans er náð. Öll stjórn hans er vísdóm-
ur. Allur vilji hans til sáluhjálpar. Ef diottinn heföi
ekki elskaö hinn fallna mann ogaumkvaö hinn synduga
heim, væri enginn sáluhjálparvegur opinn og engin rétt-
læting möguleg. En kærleiki guös og friöþægingin í
Kristi gjörir það nú mögulegt, að hinn réttláti drottinn
gat réttlætt hinn óguðlega, án þess áð víkja frá sínu
réttlæti.
Um þetta kendi frelsarinn sjálfur á þessa leiö :
,,Svo elskaði guö heiminn, aö hann gaf sinn eingetinn
son, til þess aö hver, sem á hann trúir, ekki glatist,
heldur hafi eilíft líf; því ekki sendi guð son sinn í
heiminn til að dæma heiminn, heldur til þess, aö
heimurinn frelsaöist fyrir hann“ (Jóh, 3, 16—17). Og
Páll prédikar : , ,Og verða réttlættir án verðskuldun-
ar af hans náð fyrir endurlausnina, semerí Kristijesú.
.... Vissulega líka heiöingja, því einn er guð, sem
réttlæta mun“ (Róm. 3, 24—30). ,,Hver vill ásaka
guös útvalda ? Mun guð gjöra það, sem réttlætir ?“
(Róm. 8, 33). ,,En guð, sem ríkur er af miskunn,