Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 76
/6
eg minna á hin alkunnu orö höfundar Hebreabréfsins
(11, i): ,,Trúin er örugg eftirvænting þeirra hluta,
sem maður vonar, og sannfæring um |?aö, sem hann
ekki sér. “—Hún er hin andlega fullvissa mannsins
um andlega hluti, — ,,því vér lifum í trú, en ekki í
skoSun, en erum samt öruggir“, segir postulinn (2.
Kor. 5, 7—8). Og það minnir einnig á þann sann-
leika, aS alt líf vor mannanna, eins hiS ytra, líkam-
lega, hversdagslífiS, er eiginlega trúarlíf,—er og hlýt-
ur að vera grundvallaS á trú, — trúnaSartrausti manna
hvers til annars í öllum viSskiftum og samlífi.
Trú mannsins fer fram eSa hún þroskast og
stendur þvf á ýmsu stigi ; en ekki hefir það áhrif á
réttlætinguna.sem er hin sama.hvort sem trúin er veik
eða sterk, eins og sagt hefir verið. En trúarframför-
in hefir áhrif á helgun mannsins. Sá, sem á hina sönnu
trú, er venjulega sér þess meðvitandi, sem postulinn
bendir til: „ReyniS yöur sjálfa, hvort þér eruS í
trúnni .. ..; eður þekkið þér ySur ekki sjálfa, aS Jesús
Kristur er í ySur ?“ (2. Kor. 13, 5). Ávextir trúarinn-
ar benda einnig á tilveru hennar. Hver maður ætti
að vera sér þess meðvitandi, hvort hjarta hans stend-
ur í sambandi og samneyti við guS og hans anda.
,,Sá sami andi vitnar með vorum anda, að vér erum
guðs börn.. “ (Róm. 8, 16), ,,og guS hefir gefiS pant
andans í vor hjörtu“ (2. Kor. 1, 22).
En barátta trúarinnar við freistingar holdsins
hnekkir einatt þroska hennar, svo auga trúarinnar sér
hér ,,í gegn um gler og í ráSgátu“ (1. Kor. 13, 12).
Aftur má skoða það sern andlega sýkt ástand, þegar
maSurinn er stöðugt að leita aS trú sinni,—í stað
þess aS leita guSs, sem gefur hana, Vér réttlæt-