Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 77
77
umst ekki heldur fyrir trú á vora trú. Miklu fremur
er andleg hætta fólgin í öllum trúarþótta og sjálfs-
trausti.
Lúter reit eitt sinn Brenz þeim, er eg áöur
nefndi, á þessa leiö: ,,það er alls ekkert í mínu
hjarta, sem gildi hefir, hvort sem það er nefnt trú eða
kærleikur, en í staðinn fyrir slíkt set eg mér Krist
fyrir sjónir og segi: þar er þitt réttlæti!“
Ávextir trúarinnar og rcttlœtúigarinnar.
í Ágsborgarjátningunni er 6. greinin um ávexti
trúarinnar eða góðverkin, og aftur 20. greinin um
góðverk sérstaklega. Ef til vill er ekkert, í sambandi
við réttlætinguna af trúnni, meira miskilningi undir-
orpið en sambandið milli trúarinnar og verkanna.
Og verið getur, að sá skoðanamunur, sem í fljótu
bragði virðist koma fram í Rómverjabréfinu og öðrum
bréfum Páls, og hins vegar Jakobs pistli, hafi gefið
einhverjum frekari ástæðu til misskilnings á sambandi
trúar og verka að því, er réttlætinguna snertir. Og
vafalaust talar margur í því sambandi ógætilegum og
ástæðulausum orðum.
Kenning kirkju vorrar er á þessa leið í 6. grein
Ágsborgarjátningarinnar: ,,Enn fremur kennum vér,
að þessi trú eigi að bera góða ávexti, og að það sé
skylda að vinna góðverk, sem guð hefir boðið, sökum
vilja guðs, en ekki til þess, að vér í trausti þeirra
þykjumst verðskulda réttlætinguna fyrir guði. því
fyrirgefning syndanna og réttlætingin höndlast af
trúnni, eins og þessi Krists orð votta: , þegar þér
hafið gjört alt, sem yður var boðið, þá segið : Ónýtir
þjónar erum vér. ‘ Sama kenna og lærifeður forn-
kirkjunnar. því Ambrósíus segir: ,það er ákvarðað