Aldamót - 01.01.1900, Side 78
af guöi, aö hver, sem trúir á Ivrist, veröi hólpinn án
verkanna, meö því hann fyrir trúna eina af náð öðlast
fyrirgefningu syndanna ‘ ‘
í 20. greininni stendur : ,,Með ósanni er vorum
trúarbræðrum borið á brýn, að þeir banni góðverkin. ‘ ‘
En svo er það tekið fram, að kenning kaþólsku kirkj-
unnar hafi lagt alla áherzlu á bernskuleg og ónauðsyn-
leg verk, eins og hátíðahöld, föstur, bræðralög, píla-
grímsferðir, dýrkun helgra manna, talnabönd, munk-
lífi o. fl., en þagað um aðal-kenning guðs orða — rétt-
lætinguna af trúnni. Greinin vitnar til guðs orða og
kirkjufeðranna Ágústínusar og Ambrósíusar, en vísar
einkum til þessara orða Páls: ,,Af náð eruð þér
hólpnir orðnir fyrir trúna, og það er ekki yður að
þakka, heldur er það guðs gjöf; ekki af verkunum, svo
að enginn stæri sig“ (Ef. 2, 8—9). Kent er, að sam-
vizkan geti ekki eignast frið fyrir unnið verk, heldur
fyrir trú, þegar hún fulltreystir því, að hún eigi guð
friðþægðan fyrir Krist, eins og Páll kennir: ,,Rétt-
lættir af trúnni höfum vér frið við guð“ (Róm. 5, 1).
Einnig er það tekið fram, að trú merki hér ekki ein-
ungis þekkingu á trúarbragðasögunni, sem jafnvel ó-
guðlegir og djöfullinn hafa, heldur merki það trúna,
sem trúir ekki einungis sögunni, heldur einnig verkum
sögunnar, það er að skilja þessari trúargrein : ,,fyrir-
gefning syndanna, að vér höfum.... náð réttlæti og
fyrirgefningu fyrir Krists sakir. ‘ ‘
Ambrósíus kendi: ,,Trúin er móðir hins góða
vilja og réttlátra verka. ‘ ‘ Mannlegir kraftar eru án
heilags anda fullir af óguðlegum ástríðum og veikari
en svo, að þeir geti unnið þau verk, sem góð séu í guðs
augliti. Orð frelsarans voru : ,,Án mín megnið þér
ekkert“ (Jóh. 15, 5).