Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 79
79
þannig tekur trúarjátningin fram, hve ósatt þaö
sé, aö þeir, sem einkum flytja kenninguna um réttlæt-
inguna af trúnni, hafni fyrir þaö þýöingu góöra verka,
eöa reiöi sig fremur fyrir þaö á dauöa, ávaxtarlausa
trú, sem ekkert eða lítið er nema nafnið. Síöan á
dögum Páls og Jakobs, bróöur drottins, er Jakobs-
bréfið reit, hafa engir, eða sárfáir, verið dyggari og
árvakrari áminnendur góöra verka en einmitt margir
hinna lútersku kennimanna og guðfræöinga, eins og
rit þeirra sýna og saga hinnar lútersku kirkju. Mót-
mæli þeirra gegn verkaréttlætinu voru í raun réttri
mótmæli gegn þögn hinnar ráöandi kirkju um hin
heilögu sannindi guös oröa, mótmæli gegn ónýtum
mannalærdómum og villu. þeir mótmæla heldur aldrei
góðverkum né gjöra lítið úr þeim, nema sem synda-
fórn. Deiluefnið var ekki og er ekki um þaö, hvort
góöverk eigi að vinnast eða ekki. Heldur stóö deilan,
og stendur víst enn, um það, hvar þau kæmu inn í
sáluhjálpar-ráöstöfun guðs gagnvart syndugum mönn-
um. Kaþólska kirkjan og auk hennar margir nútíðar
skynsemistrúarmenn telja verkin orsök og upphaf
réttlætingar og sáluhjálpar, lausnargjald syndfallinnar
mannssálar. En lærisveinar hinnar evangelisku
kirkju telja þau afleiðing og ávexti þeirrar trúar, sem
í guös augum réttlætir fyrir Krist. Aö því, er góðverk-
in snertir, getur maðurinn aldrei gjört nema það, sem
honum ber að gjöra, aldrei meira en skyldu sína, aldrei
eignast fyrir þau neitt upp í syndaskuld sína viö guð.
Verkaréttlætis-kenningin er lítið annað en ný af-
láts-kenning. Hún gjörir lítið úr eða einskisvirðir
friðþæging og fórnardauða Krists, og ber vott um hinn
mesta misskilning á eðli syndarinnar og hinum hræði-