Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 80
8o
lega ljótleik hennar í guös augum. Hún leggur á-
herzlu á, að halda síöari hluta boöorðanna um skyld-
urnar viö náungann, — sem útvortis mætti halda án
allrar elsku til guðs og trúar á hann, — fram yfir fyrri
hlutann, um skyldurnar við guö og trúna á hann.
þannig snýr hún viö kenningu guðs orða og Krists, er
hann dregur saman allan kjarna lögmálsins og spá-
mannanna og byrjar á skyldunni við guð, — hjarta-
afstöðu mannsins fyrir trú á hinn lifandi drottin,
en ítrekar svo skylduna um kærleiksverkin, trúará-
vöxtinn, sem náunganum skal í té látast.
í sambandi við þessa kenningu yðar eigin kirkju
vil eg hér minna á orð eins hins allra merkasta manns
þessarar aldar, hins fræga baptista-prests og kennara
C. H. Spurgeons, er sýna bezt, hvernig ekki að eins
vér, lúterskir menn, heldur og aðrar kirkjur prótestanta
flytja hina sömu kenningu, eða náskylda, um réttlæt-
ing af trúnni. Orð Spurgeons eru þessi:
,,það er sagt, að ef vér kennum, að verkin hvorki
réttlæti né frelsi, heldur að Kristur frelsi hinn sakfelda
mann fyrir trú, þá taki menn í burtu alla hvöt til góðs
siðferðis og heilagleika. þessu neitum vér beinlínis.
Vér einmitt bendum á hina helgustu hvöt, sem er hugs-
anleg, en nemum í burtu vonda og veika hvöt. Vér
tökum frá manninum þá hugsun, að hann geti orðið
hólpinn fyrir góðverk sín, því að hún er lygi. Góð-
verk geta ekki frelsað syndugan mann, og þó þau gætu
frelsað hann, gæti hann ekki unnið þau. En er vér
kennum: ,,Trúðu á drottin Jesúm Krist; þá verður
þú hólpinn, “ verða menn hólpnir, ef þeir æfa þessatrú
sína. Og hjá endurleystum mönnum vex upp í hjört-
unum þakldæti til guðs, og frá því þroskast kærleiksfull