Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 81
8i
löngun til að þjóna guöi fyrir það, sem hann hefir
gjört. Og þessi hvöt er ekki einungis mjög sterk,
heldur og hrein, því þá þjónar maöurinn ekki guöi fyr-
ir hagsmunasakir, heldur af kærleika til hans. Og
verk, sem unnið er af kærleika til guðs, er hiö eina
góöverk, sem manninum er mögulegt að vinna. ‘ ‘
Einungis trú frelsar,—það er marg-ítrekað í guðs
orði, trúarjátningum og prédikunum, en sú trú, sem
frelsar, er aldrei ein, hafi hún tækifæri til að sýna sig
ávaxtarsama. Kristinn maður vinnur því ekki góðverk
til þess að frelsast né réttlætast, heldur af því hann
er réttlættur, frelsaður. Trúin réttlætir sálina, en er
sjálf réttlætt af ■verkunum, — sönnuð sjálfum oss og
heiminum. Sanntrúaður maður breytir vel, af því að
það er honum að kalla má ósjálfrátt, jafn-eðlilegt og
líf og andardráttur, eins sjálfsagt og það, að sólin lýsir
og guð elskar. Avextirnir fara eftir trénu, segir frels-
arinn, og verkin fara jafn-vissulega eftir trúarástandi
hjartans.
Og því gleymi enginn, að það er veruleg hætta að
setja verk í stað trúar, að treysta sér í stað Krists.
það var villa fariseanna og síðar kaþólskra manna.
Á hverri öld og í flestum kirkjudeildum hefir bólað á
þeirri tilhneiging. I rauninni eru menn farísear að
eðlisfari. í gjörvöllu lífinu, ytra og innra, vilja menn
sýnast betri en þeir eru, draga jafnvel sjálfa sig á tálar
með farisea-réttlæti. það er eitthvað auðveldara og
aðgengilegra enn í dag í heiminum að vera hávaða-
mikill góðverka-postuli en að vera auðmjúkur, kyrr-
látur, iðrandi og sjálfs-afneitandi lærisveinn og trú-
maður, í raun og veru samtengdur Jesú Kristi, frelsara
syndugra manna, og knúður fram af kærleika Krists.
6