Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 82
82
Sönn trú er ávalt auðug af sannri guShræöslu og
góöum verkum. En svonefnd góöverk, jafnvel þau,
sem gjörö eru í trúarþarfir og miskunnarskyni, geta
veriö án alls guösótta. þaö, sem er ekki af trú, er
fyrir guös augsýn synd. ,, Án trúar er ómögulegt guði
aö þóknast“ (Heb. n, 6). þ»ó ein'nverjum, ef til vill,
þyki þaö illa sagt, þá er það áreiðanlegt, — bæöi guös
orð og lífsreynsla kristinna manna sannar þaö—, aö
eins og lifandi og réttlætandi trú getur ekki verið án
góöra verka, jafn-víst er þaö, aö sönn góöverk fyrir
guöi geta ekki verið til án sannrar trúar.
Mynster segir á einum stað: ,, Viljir þú, að upp-
spretta góðra verka sé í hjarta þínu,—viljir þú,að stöö-
ug réttvísi og elska á guði og mönnum þróist æ meir
og meir í hjarta þínu, þá haltu þér í trúnni við guð og
þann, sem hann sendi, JesúmKrist. “ Niðurstaöa hans
er vitanlega samkvæm kenningu guös orða. Til að
framleiða það, sem guö hefir velþóknun á, hlýtur
mannshjartað að vera — eöa verða—trúað. Kærleik-
urinn, sem gjörir gott, fær sitt afl frá guöi fyrir trú.
Ef Kristur er elskaður í hjartanu fölskvalaust, breyta
menn vel gegn náunga sínum í daglega lifinu upp-
gjöröarlaust.
Góðverk veröur ekki gott fyrir það eitt, aö menn-
irnir nefna það gott, né heldur er það metið af drotni
eftir útliti þess. Enginn hinna eigingjörnu manna
getur þar verið ráðgjafi hans. Eg hygg, að sum
mannaverk, sem mest er getið á jörðu, verði gleymd
á himnum, og ýmislegt, sem tekið er fram yfir trú hér
í tímanum, reynist tál í eilífðinni. Eg veit, að hinn
æðsti dómur, sem verður samkvæmur hinu opinberaða
orði, er vér nú höfum, nemur úr gildi margan mann-