Aldamót - 01.01.1900, Side 83
«3
legan úrskurö, sem feldur er hér í tímanum, bæði um
góð, réttlætandi verk, og ónýta, dauöa trú, sem oft er
nefnd, en þó líklega enn oftar og víöar til.
*
*
Fáum oröum vil eg hér mega bæta viö um þann
kenningamun, sem viröist koma fram hjá Páli og
Jakob, og þegar hefir verið mint á, að því er þetta
umt'alsefni snertir, réttlætinguna af trúnni. Eins og
fullkunnugt er, komast þeir all-ólíkt að orði um rétt-
lætinguna. Jafn ákveðið og Páll kennir, að maður-
inn réttlætist af trú, án verka lögmálsins, — ,,af náð
eruð þér hólpnir orðnir fyrir trúna, og það er ekki
yður að þakka, heldur er það guðs gjöf; ekki af verk-
unum, svo enginn stæri sig“ (Ef. 2,8—9),— eins sterk-
lega tekur Jakob það fram, að trúin sé dauð án verk-
anna, og að „maðurinn réttlætist af verkunum, og
ekki af trúnni einungis“ (Jak. 2, 24).
Svo mjög fanst Lúter um þennan kenningamun,
að honum um eitt tímabil lá við að hafna Jakobs-
bréfi, neita því um rétt til að standa í nýja testament-
inu. Síðan hafa margir fengist við að skýra skoðanir
þeirra Páls og Jakobs. þykjast sumir sjá í þeim hina
tvo fulltrúa prótestanta og kaþólskra manna: Pál,
kennandi réttlætinguna af trúnni, sem fyrirrennara
prótestar.ta, en Jakob sem talsmann verkaréttlætis
kaþólskra manna. Efalaust verða nú einhverjir til að
halda því fram, að hér sé ein mótsögnin í guðs orði.
En flestir eru þeir þó meðal guðfræðinganna, sem
álíta þá flytja hina sömu kenningu og skoða þennan
kenningamun, er virðist eiga sér stað, engan veginn
eins mikinn og hann í fljótu bragði sýnist að vera.
Páll talar ávalt, er hann talar um trú, er rétt-