Aldamót - 01.01.1900, Side 87
8/
Og til bræðra minna vil eg mega segja þaö, aS
eins gott og æskilegt og þaö er, að reyna aö skilja og
gj.öra sér grein fyrir hinni guðfræðislegu hlið kenninga
kirkju vorrar og trúar, þá er það þó óumræðilega
miklu meira virði, að eiga hina lifandi, réttlætandi,
kærleiksauðugu, sáluhjálplegu trú,—eiga hana persónu-
lega, sjálfur. Segi eg þetta sökum þess, hve mjög mér
virðist það vera nútíðarstefna vor íslendinga, sem
eitthvað erum um andleg mál að hugsa, að þekkja
hið trúarlega í stað þess að eiga trúna. En forðum
kendi Páll postuli á þessa leið: í Kristi Jesú gildir
hvorki þekking né tunga, hvorld umskurn né yfirhúð,
—ekkert nema trú, sem er ávaxtarsöm í kærleika.
Allra síðast skal eg enda þessi orð um réttlæting-
una af trúnni með því að minna á dæmi þess, hve
lítið verður úr sjálfstrausti manna á verk sín og vel-
gjörninga, á andlegan dýrðarljóma og útvortis rétt-
trúnað, í dauðanum.
Píus páfi hinn sjöundi (1800—1823) var einn hinn
mesti, en um leið hinn mæddasti maður, sem setið
hefir á stóli páfans hinar síðari aldir, sá, er átti í
mestum deilum við Napóleon mikla og var grimmast
leikinn af honum. Páfinn var vitanlega höfuðmaður
þeirrar stefnu innan kristninnar, er telur sér sáluhjálp-
ina vísa aðallega vegna verka sinna, og var sömuleiðis
,,hinn heilagi óskeikuli faðir. “ En til er frásaga frá
síðustu stundum þessa manns, er bezt sýnir, hve illa
menn treysta öllum sínum heilagleik, sem í lífinu er
haldið svo hátt á lofti, þegar hólmganga dauðans er
byrjuð.
Að sið kaþólskra manna var haldið á krossmarki
hjá hinum deyjandi páfa. Tók hann það sjálfur og