Aldamót - 01.01.1900, Page 89
Ilinar nýju biblíu-rannsóknir.
í örstuttri smágrein, er síöast stóö í Aldamótum
í fyrra (ix. árg. 1899), var bent á hinar nýju skoðanir,
sem meir og meir eru aö ryðja sér til rúms, um gamla
testamentið og höfunda þess. Ritstjóri Aldamóta
haföi hálfpartinn ætlað sér að flytja fyrirlestur um það
efni á síðasta kirkjuþingi, en það fórst fyrir af ýmsum
ástæðum. Hann hafði ætlað sér að leitast við að
gjöra grein fyrir því, sem verið hefir aðal-atriðið í
starfi vísindalegrar guðfræði nú um síðastliðin tuttugu
ár. En af því að ekkert varð af ]?essu, hafði hann
helzt hugsað, að ekkert mundi um þetta mikilvæga
efni verða í þessum árgangi, nema ummæli þau, er
standa í fyrirlestrinum hér að framan um mótsagnir
eftir síra Jón Bjarnason. En nú hefir Aldamótum
borist ritgjörð ein frá Islandi, sem væntanleg er í
þessa árs Tímariti Bókmentafélagsins, og var hún af
góðvild höfundarins send sérprentuð til umgetningar.
Hún er um ,,Móse-bækurnar í ljósi hinna vísindalegu
rannsókna“, eftir síra Jón Helgason. Efnið er þann-
ig lagt fram fyrir almenning þjóðar vorrar í heild
sinni. J)að hefir áður verið gjört í ,,Verði ljós!“ að
nokkuru leyti. En það hefir hvergi verið gjört eins
rækilega og í þessari Tímarits ritgjörð. Eg skal J?á
byrja með að gefa lesendum Aldamóta ofur lítið yfirlit
yfir efni hennar í fám orðum.