Aldamót - 01.01.1900, Síða 91
9i
er (i. Mós. 36, 31) um konungana, sem ríktu í Edóm-
landi áöur en konungar ríktu yfir Israelsmönnum, er
auösætt, að svo hefir Móse ekki ge'taS að orSi komist,
því hann vissi ekkert um neina konungastjórn í ísrael.
Eg reyndi sjálfur eitt sinn aS samríma þetta atriSi á
sama hátt og þaS er gjört af Keil og ýmsum öSrum,
en fyrir löngu síSan hefi eg sannfærst um, aS ekki er
rétt aS ætla sér aS samríma þaS á þann hátt eSa nokk-
urn annan, er reyndur hefir verið. Svona gat enginn
GySingur ritaS fyrr en á dögum konunganna. — Um
Rakel er sagt, aS hún hafi verið jörSuS viö veginn til
Efrat, þaö er Betlehem (1. Mós. 35, 19) ; en nafniS
Betlehem er miklu yngra en Móse. — Byrlari Faraós
talur um land Hebrea. Svo gat Móse ómögulega að
orði komist, því Kanaansland varS ekki aS landi
Hebrea fyrr en eftir hans daga. — það er talað um
brottrekstur Kanaaníta úr landinu sem umliSinn viS-
burð (3. Mós. 18, 24—27), þótt Móse kæmist ekki
nema að landamærunum. — þaS er sagt um niðja
Esaú, að þeir hafi hrakið Kórítana burt og eytt þeim
og setst að í löndum þeirra.eins og Israelsmenn gjörðu
við eignarland sitt (5. Mós. 2, 12), en Kanaan varS
ekki eignarland þeirra fyrr en eftir dauða Móse, svo
jrannig mundi hann aldrei hafa komist að orði. — A
fjölda mörgum stöSum í Mósebókunum er talaS um
þaS, sem gjörst hafi hinum megin Jórdanar, — fyrir
austan ána. þannig var eSlilegt að tala fyrir þann,
sem dvaldi sjálfur fyrir vestan ána. En Móse var
einlægt fyrir austan ána og komst aldrei vestur yfir
hana. — HiS sama er að segja um orðatiltækiS ,,hafs
og flest af þessu, en þær hafa ekki sannfært vísindamennina
víðs vegar um heiminn, sem einlægt eru um þetta að hugsa,