Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 92
92
megin“ eða ,,]?eim megin, sem að hafinu snýr“, þeg-
ar talaö er um vestur og bent til Miðjarðarhafsins.
þegar ísraelsmenn voru í Egyptalandi, höfðu þeir Rauða
hafið fyrir austan sig, en á eyðimörkinni fyrir sunnan
sig. En þegar þeir voru komnir til Kanaanslands, var
eðlilegt fyrir þá að miða vesturáttina við Miðjarðar-
hafið. En fyrir Móse sjálfum var það öldungis óeðli-
legt. — Móse er sjálfum á einum stað lýst þannig :
,,En maðurinn Móse var mikið hógvær, fremur en allir
aðrirmenn á jörðinni“ (4. Mós. 12, 3). Mundi Móse
hafa komist þannig að orði um sjálfan sig? Hann
hefði þá ekki verið hinn hógværasti allra manna. —
Mestur hluti Mósebókanna eru lög og lagasetningar,
afar margbrotin og nákvæm, sem litla eða enga þýð-
ingu gátu haft fyrir Israelslýð á eyðimörkinni og sýn-
ast vera fyrir þjóð, sem búin er að koma föstu skipu-
lagi á félagslíf sitt, þjóð, sem stundar bæði akur-
yrkju og kvikfjárrækt. En á sögu ísraelsmanna um
næstu 700—-800 ár sjáum vér, að þeir taka ekkert tillit
til þessara laga, eins og þeim sé með öllu ókunnugt
um tilveru þeirra. þeir lifa aukheldur í beinni mót-
sögn við þau og það beztu mennirnir, sjálfir erinds-
rekar drottins. þannig er því varið með löggjöfina í
5. Mós. 12 um að dýrka drottin á einum stað, í einu
húsi. Gegn um alla sögu þjóðarinnar fram að her-
leiðingunni er við lýði og í miklu afhaldi ánnars konar
guðsdýrkun, — guðsdýrkunin á hæðunum, en hún er á
þessum sama stað (5. Mós. 12) harðlega bönnuð.
þrátt fyrir það bann og þrátt fyrir hina ströngu skipun
um að dýrka drottin að eins á einum stað, sjáum
vér, að beztu og göfugustu leiðtogar þjóðarinnar taka
þátt í hæðaguðsdýrkuninni og halda henni við. það