Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 94
94
inn bendir á. Eg verö því aö skírskota til ritgjöröar-
innar sjálfrar. Niöurstaöan, sem komist er að, er í
stuttu máli þessi: — Mósebækurnar fimm eru ekki
sjálfstættrit, „heldur samsteypa fjögra aðal-heimildar-
rita frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda, sem
hver um sig fylgir ákveðinni stefnu“. þrjú þeirra eru
fléttuð saman af svo mikilli íþrótt, að í einu einasta
versi er oft setningum úr þeim öllum steypt saman.
Hið fyrsta af ritum þessum er kallað Jahve-ritið, af
því það nefnir drottin ætíð þessu nafni. það byrjar
með 5. v. í 2. kap. 1. Mósebókar. Annað ritið nefn-
ist Elóhím-ritið, af því þar er guð nefndur Elóhím.
þess verður ekki vart fyrr en kemur fram í sögu for-
feðra Gyðinga (1. Mós. 15, og sérstakur kafli ekki fyrr
en í 20. kap.). þessi tvö rit eru hvort öðru mjög lík
og rennna víða alveg saman, svo ekki er hægt að að-
greina þau. Elóhím-ritið hefir haft eldri heimildarrit
til stuðnings, svo sem ,,bókina um bardaga drottins“
(gamalt ljóðasafn um sigurvinningar Israelsmanna),
sigursöng Móse við hafið rauða, (ef til vil), boðorðin og
sáttmálsbókina, sem talað er um sem sérstakt rit í
2. Mós. 24, 7. — þriðja heimildarritið er lang-stærst.
það nefnir guð Elóhím fram að 2. Mós. 6, en upp frá
því Jahve; það er kallað PrestaritiS, af því það talar
meira um „áhugamál prestanna, svo sem fórnfæring-
ar, hátíðir, prestaskrúða, skyldur og réttindi presta og
Levíta“. það byrjar á sköpun heimsins og nær niður
að dauða Móse. Sagan er hér sögð til að skýra upp-
runa ýmsra helgra siða og athafna. Til þessa rits
telst rúmur helmingur allrar 1. Móseb., stórir kaflar úr
2. Móseb., mestöll 3. og milcill hluti 4. Móseb. Loks-
ins höfum vér 4. ritið, sem er 5. Mósebók.