Aldamót - 01.01.1900, Síða 95
95
þriöja spurningin, sem ritgjöröin svarar, hljóðar
svo : Hve nær eru hinar svo nefndu Mósebækur rit-
aöar? Og svarið hljóðar svo: Af hinum fjórum
heimildarritum, sem nefnd hafa verið, er Jahve-ritið
elzt; að líkindum er það samið einhvern tíma á 9.
öldinni fyrir Krists burð, helzt á árunum 850—800 f.
Kr. En Elóhím-ritið heldur höf. að samið hafi verið
seint á tímabilinu 800—750 f. Kr. þá kemur 5,
Mósebók svo sem 100 árum seinna eða kring um 650
f. Kr. Prestaritið er yngst, og er eðlilegast að álíta
það samið kring um árið 500. í þeirri mynd, sem
vér eigum þær nú, eru Mósebækurnar samdar austur í
Babýlon á tímabilinu frá 500—458 f. Kr. Esra fer
heim úr útlegðinni 458. Erindi hans virðist hafa ver-
ið að afhenda lýðnum „lögmálsbók Móse“ og fá hann
til að gangast undir lögin. Sennilegast, að nefnd
skriftlærðra manna hafi safnað saman hinum helgu
ritum þjóðarinnar og Esra hafi verið í þeirri nefnd.
þetta er nú í stuttu máli ofur lítið yfirlit yfir
efni ritgjörðarinnar og sýnishorn af þeirri niðurstöðu,
sem höf. kemst að. Eg hefi sett það hér, til þess að
menn ættu enn betra með að skilja, hvað hér er um
að ræða, — betra með að átta sig á því umræðuefni
um heilagt og mikilvægt mál, sem nú er lagt fram
fyrir íslenzkan almenning til almennrar og alvarlegrar
umhugsunar. . Að öðru leyti skírskota eg til ritgjörðar-
innar sjálfrar, sem er skýrt og skilmerkilega samin ;
þeir, sem hana lesa í heild sinni, fá enn betri skilning
á málinu.
II.
Hvað á nú um þetta að hugsa ? Hvernig eiga
menn að taka þessum nýstárlegu skoðunum ? Eyði-