Aldamót - 01.01.1900, Page 96
96
leggur þetta ekki a5 öllu leyti myndugleika gamla
testamentisins ? þegar þa8 er til oröiö á þennan und-
arlega hátt, — hefir þaö þá nokkura guðlega opinberan
inni aö halda ? Eru Mósebækurnar og gamla testa-
mentið í heild sinni guðs orð, ef vér eigum að taka
þessa niðurstöðu guðfræðislegra vísinda góða og gilda ?
þessar og þvílíkar spurningar hljóta að vakna í huga
manns. þeim hefir alls ekkert verið svarað í ritgjörð-
inni. það hefir verið álitið of guðfræðislegt atriöi til
þess að geta átt heima í veraldlegu tímariti. En það
finst mér misskilningur. I kristnu landi er einmitt sá
partur málsins svo almenns eðlis, að eg fæ naumast
hugsað mér ákjósanlegra efni til almennrar umræöu.
Og eg á bágt með að skilja, að höfundurinn skyldi
leggja þetta mál þannig fram, nakið og bert, án þess
að tala neitt um áhrifin, sem það hefir út frá sér, og
sambandið, sem þaö stendur í við almenn trúaratriði.
En auðvitað hefir hann að nokkuru leyti gjört þetta
áður í blaði sínu, og hann hefir sjálfsagt gengið út frá,
að það, sem hann hefir þar sagt þessu máli til skýring-
ar, væri orðið öllum svo kunnugt, að það þyrfti ekki
endurtekningar við. En eg er sannfærður um, að
það þarf mikið að tala og rita einmitt um þá hlið
málsins, áður en það er skilið til fulls. það má ganga
út frá því, sem vísu, að það verði á margan hátt mis-
skilið og misþýtt,—að reynt verði að gjöra það jafnvel
að beittu vopni gegn kristindóminum, og þess vegna
þarf þegar frá byrjan að ræða um það með hinni
mestu gætni og aldrei að þreytast að gjöra kristnum
almenningi það skiljanlegt.
það skal þó fyrSt tekið fram, að hér er eiginlega
um algjörlega vísindalegt mál að ræða. Sjálfstæða