Aldamót - 01.01.1900, Page 97
97
meining um annað eins og þetta geta ab eins hinir fáu
haft, sem helgaS geta líf sitt slíkum rannsóknum.
Ætlunarverk upplýstra manna er eiginlega í því fólgiS,
aS fylgja þeim rannsóknum aS svo miklu leyti, sem
unt er, eins og hverri annarri andans hreyfing, sem
uppi er í samtíSinni, þannig, aS þeir viti um niSur-
stöSuna, sem vísindamennirnir á þeim og þeim tíma
þykjast hafa komist aS. Ætlunarverk upplýstra
manna er ekki þaS, aö vera mjög fljótir til aö ætla,
aö vísindin hafi í því eöa því efni talaö sitt síösta orö,
heldur bíöa rólegir, þangaS til árangrinn af hinu vís-
indalega starfi er oröinn nokkurn veginn áreiSanlegur.
Ur því kemst hann á tiltölulega skömmum tíma inn í
almennings meövitundina. þeir, sem um slík efni
rita til aS fræöa alþýöu, ættu aldrei aö gefa í skyn, aS
þetta eSa hitt sé öldungis fullsannaö, sem ekki er þaö.
MeS því er stundum leitast viö aS knýja fram eitt-
hvert almennings álit þessari eöa hinni getgátu í
vil, en slíkt er í rauninni alveg þýöingarlaust og hefir
oft og tíöum reynst skaölegt. Á hinn bóginn er þaö
mjög ósæmilegt upplýstum og mentuöum mönnum, aö
úthrópa vísindin og vekja fordóma gegn þeim, þótt
þau oft og einatt brjóti bág viS almennar skoöanir,
sem lengi hafa veriS látnar standa óhaggaSar. þaö er
engin hætta á feröum meS vísindin eöa þá starfsemi
mannsandans, sem þannig er nefnd réttu nafni. þaö
liggur í eSli þeirra aS leiörétta sig sjálf, lendi þau um
tíma út á einhverjar villigötur, eins og stundum kem-
ur fyrir. þaS tekur þau oft nokkuö langan tíma, og
þess vegna hæfir þaS upplýstum mönnum, sem ekki
eru sjálfir vísindamenn, aö vera fremur seinir til aö
sverja viö orö þeirra.
7