Aldamót - 01.01.1900, Side 99
99
smáþjóöir og saga þeirra aS eins aö sýna skyldleika
þessara ættstoína og viöureign þeirra innbyröis. En
nú eru flestir hinna gætnari vísindamanna orönir býsna
fastir á þeirri skoöun, aö Abraham aö minsta kosti
muni vera söguleg persóna og Jakob og Jósef ef til
vill líka. Vísindamennirnir eru mannlegu ófullkom-
leika lögmáh háöir eins og aörir. þaö kemur vana-
lega fram á þann hátt, aö þeir taka of djúpt í árinni,
þegar þeir hafa komist meö hugsan sína inn í einhvern
nýjan farveg, en svo smálagast þetta, þegar þeir eru
búnir aö átta sig. Taka má það fram um leið, aö enn
eru nokkurir vísindamenn á þýzkalandi, Englandi og
hér í Ameríku, sem eru enn mjög efasamir gagnvart
staðhæfingum hinnar nýju rannsóknar og þykjast
styöja mál sitt með vísindalegum gögnum ekki síður
en hinir.
Alt þetta og ýmislegt annaö fleira, sem auðvelt
væri fram að taka, kemur mér til aö fara hægt og
gætilega í þessu sambandi, og má enginn lá mér það,
því eg finn, að í þessum sökum er minn lærdómur
enginn, og eg er oft í mjög miklum vafa um, hvaö sé
full-sannað og hvað ekki, þegar eg er að velta þessum
efnum fyrir mér. Mitt ráð til allra er þess vegna það:
Farið varlega. Varist aö úthúða þessum rannsóknum
eins og væru þær allar djöfulsins verk. þaö er óvitur-
legt og öldungis ósæmilegt. því vafalaust er guðs
góði andi starfandi í þeim og framleiðir eitthvað gott
og varanlegt að síöustu. Og á hinn bóginn : Varist
að gjöra of mikið úr þessu í huga yðar. Varist aö
falla fram í tilbeiðslu fyrir þessum nýju kenningum og
láta dýrö þeirra veröa yfirgnæfandi í hjörtum yðar, því
það er þá svo hætt við, aö þér leiðist út á útkjálka,