Aldamót - 01.01.1900, Síða 102
102
bent á, hefir verið haldið áfram látlaust af lærðustu
guðfræðingum kirkjunnar nú í langan tíma. Eigin-
lega hafa þær farið fram alla þessa öld, einlægt hafa
fleiri og fleiri trúaðir guðfræðingar tekið þátt í þeim,
þangað til nú má svo að orði komast, að þær nái að
meira og minna leyti um öll hin kristnu lönd. þær
hefjast á þýzkalandi og Hollandi, breiðast út til Eng-
lands og Ameríku og ná nú yfir öll Norðurlönd. Jafn-
vel kaþólsku löndin eru að dragast inn í þær líka og
menn eins og Abbé Loisy og baron von Bulow að ljá
þeim þar fylgi sitt. Sú staðhæfing var gjörð árið, sem
leið, af einum hinum frægasta guðfræðing á Norður-
löndum í gamla testamentis fræðum, dr. Frants Buhl
í Kaupmannahöfn, að svo framarlega sem kirkjan
vilji hverfa aftur til hinnar gömlu skoðunar á gamla
testamentinu, verði hver einn einasti kennari í guð-
fræði við prótestantiskar mentastofnanir í Norðurálf-
unni að gjörast rækur'*). þó er hann einn meðal
hinna gætnari og varasamari guðfræðinga, sem heyra
þessum skóla til. það eru engar minstu líkur til, að
hann gjörði slíka staðhæfing í formála fyrir vísinda-
legu verki, ef hann væri ekki öldungis viss í sinni sök,
—stendur líka ljómandi vel að vígi, þar sem hann hefir
nú um nokkur undan farin ár verið kennari við há-
skólann í Leipzig á þýzkalandi. Eins og ætíð, þegar
hugsun mannanna kemst inn í einhvern nýjan farveg,
í hvaða atriði sem er, hefir að þessum rannsóknum
verið starfað af hinum mesta ákafa og fjöri; og ýmsir
gamlir guðfræðingar, sem lifað höfðu langt líf í heimi
hinna gömlu skoðana um gamla testamentið og látið
*) Dr. Frants B 'hl. Det israelitiske Folks Historie. Tredje
ændrede udgave. 1899.