Aldamót - 01.01.1900, Page 104
io4
eins eftir sem á5ur. Sannleiksatriði hennar verSa
ekki óljósari, heldur einmitt Ijósari. Sú guöshug-
mynd, sem Mósebækurnar leiða í ljós, veröur ekkert
ógleggri fyrir það, þó Móse sé ekki höfundur þeirra.
Opinberunarsagan og guðshugmynd hennar verður
einmitt enn ljósari í huga vorum og fær enn meiri
staðfesting, þegar hún kemur til vor fyrir munn
margra samhljóða votta. Spádómarnir um frelsarann
eru aðal-atriðið í gamla testamentinu. þeir standa
algjörlega óhaggaðir. Öll hin siðferðislegu sannindi,
sem þar eru tekin fram, tala inn í samvizkur vorar
eins eftir sem áður. Israelsþjóð verður hin útvalda
þjóð eins eftir sem áður, —sú þjóð, sem drottinn kaus
sér frá öndverðu til að opinbera sjálfan sig fyrir sam-
vizkum mannanna, þangað til samvizkur allra þjóða
gátu lokist upp, til að taka á móti hinni fullkomnu opin-
berun, sem hann í fylling tímans vildi gefa öllum þjóð-
um í Jesú Kristi. Hin almenna trúarmeðvitund manna
verður öldungis hin sama eftir sem áður. Hér er
ekki ráðist á eitt einasta atriði trúarinnar eða sálu-
hjálparinnar. Persóna Jesú Krists hefir sannarlega
ekki orðið ógleggri í hugum manna nú á þessari rann-
sóknaröld heldur en áður. þvert á móti miklu gleggri.
það var spáð og er framvegis spáð stórkostlegri
hnignun trúarinnar í hjörtum hins kristna kirkjulýðs
víðsvegar um heiminn sem eðlilegri afleiðing af þess-
um nýju skoðunum. En ekkert þess háttar hefir átt
sér stað. Miklu fremur hið gagnstæða. Síðustu tíu
til tuttugu árin hafa í rauninni verið sannkallaður aft-
urhvarfstími í kristninni, —hinni prótestantisku kristni.
En einmitt á þessum síðast liðnu tíu til tuttugu árum
er hægt að segja, að þessar nýju skoðanir á gamla