Aldamót - 01.01.1900, Page 112
I 12
iö snortnir aí anda drottins ; þaö er öllum þeim aug-
ljóst, sem eitthvaö hafa af þeim anda sjálfir. það er
þess vegna gengið út frá því eins og áður, að gamla
testamentið sé guðinnblásin bók. En þótt trúaðir
guðfræðingar kannist við þetta og haldi því ávalt
föstu, kemur þeim nú saman um, að þetta standi alls
ekki í sambandi við það, hverjir séu höfundar hinna
ýmsu bóka, hvenær þær hafi verið færðar í letur, eða í
hvaða mynd þær séu fram komnar. Drottinn hefir
alt eins getað verið í verki með hinum ókunnu höf-
undum, sem heimurinn ekki kann að nefna, eins og
hann var í verki með spámönnunum. Hann vakti
ekkert síður yfir hinni útvöldu þjóð sinni austur í
Babýlon og því, sem hún þar safnaði saman af helg-
um ritum og færði í letur, en á dögum Móse á ferðinni
fram og aftur um eyðimörkina. þeir menn, sem það
gjörðu, viðhöfðu þá söguritunar-aðferð, sem þá var
tíðkanleg, eins og eðlilegt var, en andi drottins, er
aldrei hafði frá þjóðinni vikið, hefir leiðbeint þeim í
að safna og velja og fella saman til þess sú heild kæmi
fram, er vér nú höfum. Og hann lætur þá koma
fram með þetta helga ritverk á þann hátt, sem þeir
gjörðu og á þeim tíma, sem þeir völdu til þess. Að
hinir eiginlegu höfundar eru fleiri en menn áður höfðu
gjört sér grein fyrir breytir engu. Að rit þeirra eru
á nokkuð annan hátt til orðin en menn gjörðu sér í
hugarlund breytir heldur ekki neinu. Hinar nýju
rannsóknir sýna mönnum að eins betur hina mann-
legu hlið þessa heilaga ritsafns,—sýna, að höfund-
arnir hafa farið að eins og allir aðrir mannlegir
höfundar frá þeim tímum. Enginn hefir látið sér til
hugar koma að fella verð á Lúkasar guðspjalli fyrir