Aldamót - 01.01.1900, Side 118
laust fyrir henni aö ala allan aldur sínn sem meykerl-
ing ,,beyond redemption“. Vitrustu mennirnir, og
voru þeir margir á þeim dögum — síðan hefir þeim
einlægt fækkað — hafa verið að flytja sig norður fyrir
,,línuna“,— þeir staðhæfðu, að hún hefði einu sinni
verið skessa og ætlað að þramma suður á Garðar, en
dagað uppi vegna sólskinsbirtunnar þaðan og orðið
svo að steina-, ,preríu“. í þeim álögum myndi hún
verða til dómsdags og enda lengur.
Sumir þeir, sem búmannsauga höfðu, sögðu, að
það myndi mega nota hana fyrir beitiland fyrir naut
og sauði. Væri því búhnykkur að eignast lönd rétt
hjá henni.
Nú vita allir, sem kunnugir eru, að bændur búa
nú nokkru búi á Steina-,,preríunni“, og er þeim far-
ið að þykja vænt um hana, þrátt fyrir steinana. Lík-
lega hafa þeir verið heimskaðir fyrir, er þeir tóku sér
þar bólstað, en þeir brostu að eins og bisuðu við stein-
ana sína.
Svo hafa þeir, þessir menn, verið að taka upp
steina síðan, þá sem þeir voru menn fyrir, en lofað
hinum að liggja, þar til þeim yxi fiskur um hrygg og
megin um mjöðm. Á meðan hafa þeir verið menn til
þess að horfa á steinana án þess að hneykslast á
þeim. Og er stundir líða fram, er eg fullviss um, að
enginn steinn verður sjáanlegur á þeirri sléttu nema í
byggingum, og enginn steinn bóndanum til fyrirstöðu,
er hann plægir akurinn sinn, eða ferðamanninum, er
hann ekur um sléttuna.
þegar eg er að hugsa um Steina-, ,preríuna“,
detta mér í hug steinarnir ýmsu og inörgu, sem menn