Aldamót - 01.01.1900, Page 121
I 2 I
skömmum sínum ‘ af stríöi viö oss, aö eins til þess
aö gjöra oss lífiö erviöara, alveg eins og náttúran væri
sköpuö og mannlífinu stjórnað af öfundsjúkri veru,
sem ekki gæti unt oss þess, aö vér hefðum góða vegi,
en sæi það helzt, að vér meiddum oss sem allra mest
— á grjótinu. Eg trúi því, að steinarnir á manna-
vegunum eigi áreiðanlega að vera mönnunum til
gagns. Byggi eg það fyrst og fremst á því, að guð
kristinna manna hefir opinberað sig sem kærleikans
guð, er vill allra manna gagn og heill. því næst
á þeirri almennu staðreynd, að steinar hafa verið
gagnlegir þjóðum og einstaklingum, þeim, sem ekki
hafa orðið að eins vondir út af steinunum og ekkert
gjört annað við þá en að tala illa um þá og standa yfir
þeim sem ,,sárgrætilegu grjóti‘‘, heldur hafa líka sýnt
mannshjarta með því að glíma við steinana eins og
Grettir gamli á að hafa gjört við eina tegund þeirra.
Grettir varð eins sterkur og þjóðtrúin gjörir hann
af því hann glímdi við steina, þótt steinaglíma hans
yrði honum ekki til hamingju, af því hann hirti ekki
um að glíma við steininn, sem lá honum næstur, — að
glíma við sjálfan sig. En ef vér glímum við steinana
og lærum það, verðum vér meiri menn og færari
um að taka Grettis-tök og gjöra það betur og til meiri
heilla sjálfum oss og öðrum en aumingja Grettir.
það er því trú mín, að drottinn láti steinana
liggja í veginum fyrir oss til þess að gjöra oss að
starfsmönnum, dugnaðarmönnum, hraustum mönnum,
kenna oss að iðka aflraunir, svo vér höfum mann-
skap í oss, hug og dug, til þess að glíma við steina og
vinna sigur, en verðum ekki huglausir um leið og vér
sjáum nokkra steina. í augum hinna huglausu vaxa,