Aldamót - 01.01.1900, Page 127
127
menn væru sí og æ aö reka sig á eintóma steina og
svo verða vondir og hneykslast, álíta, að alt sé ónýtt,
af því þeir reka sig þannig á, jafnvel verða vondir við
guð, af því alt er ekki steinalaust; láta svo steinana
gjöra út af við sig. þegar vér lítum á steinana eins
og vér eigum að líta á þá, er eg viss um, að vér
hneykslumst ekki á þeim, hvar svo sem vér hittum
á þá.
þegar eg var að hugsa um ,, Steinasléttuna
datt mér líka í hug kirkja vor. þóttist eg sjá þar
marga steina, smáa og stóra, suma ofanjarðar, suma
mikið til niðri í jörðunni, björg, geigvænleg Grettis-
tök, steina, sem þarf að glíma við og beita öllum
kröftum sínum við, steina líka, sem þarf að umbera
eða vera þolinmóður við. þegar eg fór svo að hugsa
um, hvað gagnlegir steinar þessir væru — þeir væru
góðir til eldis, fór mér í vissum skilningi að þykja
vænt um þá. Ekki svo að skilja, að nokkur verði
feitur og latur á þeim. Nei. En hraustur og atorku-
samur og harðgjörr. Eg þóttist sjá greinilega, hvernig
drottinn léti jafnvel ,,steina“ verða að ,,brauði“
handa oss mönnunum.
Eg þóttist sjá marga góða drengi, sem ekki ótt-
uðust steinana hót og vildu vera í kirkjunni þrátt fyrir
steinana. Eg þóttist sjá þá vera að glíma við steina
með aðdáanlegri þrautseigju, brjóta þá, bisa við þá,
velta þeim, lyfta þeim, leggja þá svo laglega frá sér,
og verða sterkari og hraustari og betri menn fyrir.
Manngildi þeirra jókst, ,,hlutabréf lífs þeirra hækkaði
í verði“ — ekki í draumi og á drauma-markaðinum,
heldur í sannleika á lífsmarkaðinum — fyrir steina.