Aldamót - 01.01.1900, Page 128
128
Mér fór aö þykja enn ]?á \ænna um steinana, og eg
varö upp með mér af því, að eg hét í ,, höfuöið ‘ ‘ á þeim.
Og komu mér til hugar forfeöurnir vorir ágætu, sem
fyrstir létu börnin sín heita í ,,höfuðiö“ á steinum.
Sá eg, að þeir myndu hafa kunnað að meta gildi
steinanna. þeir voru ekki að eins að hugsa um hljóð-
ið og láta smella eins og vér margir úrkynjuðu ætt-
ingjarnir, heldur voru þeir og að hugsa um að gjöra
einhvern hvell í lífinu, láta sjást, að þeir þyrðu að
glíma við steina, þótt þeim væri skeinuhætt, en hop-
uðu ekki undan eða sneru á rás heim í bæ, þótt þeir
,,blóðguðu sig á gómunum og rifu neglurnar frá kvik-
unni“ í stríði steina, en ekki—drauma.
En svo hrygðist eg hins vegar, þegar eg var að
hugsa um, hve margir fælast kirkjuna vegna stein-
anna. Sumir nenna ekki að leggja á sig vinnu þá,
sem er samfara því, að vera með í kirkjunni. Ættu
þeir ,,óskastein“ og gæti alt gjört sig sjálft, sem gjör-
ast þarf, yrðu þeir með. það kostaði þá ekki neitt.
Eða ef þeir ættu sjóð ,,austur í ríkjum“, sem árlega
mætti ,,mjólka, ,,dúks-dýrgrip“, sem að eins þyrfti að
breiða úr, þá væri maturinn nógur og góður fyrir
hendinni. Eða ef guð væri svo eftirlátur, að hann
veitti óðar alt, sem hann væri beðinn um eða hon-
um sagt að gjöra, tæki sjálfur burtu alla steinana,
en lofaði börnunum sínum að sitja hjá og horfa á, —
nú, þá yrðu þeir kirkjumenn. En þegar guð er nú
ekki svona eftirlátur, enginn ,,dúkurinn“ eða ,,óska-
steinninn" til í kirkjunni, þá er bezt að standa fyrir
utan hana.
En þegar sumir menn engir kirkjumenn vilja
vera vegna þess, að kirkjan á ekki þessa dýrgripi