Aldamót - 01.01.1900, Síða 131
gómana og rífa kvikuna frá nöglunum“—í dagdraum-
um ímyndunaraflsins. J)aö kostar sársauka í lífinu
því, sem maöurinn lifir í dagsvökunni meö allar taug-
arnar vakandi og vinnandi. En sársaukann samfara
allri sjálfsbaráttu mannsins.—hann foröast mannbíeyö-
urnar eins og heitan eldinn, þess vegna alt grjót og
alla grjótvinnu, daga svo uppi og— verða að steinum.
þegar eg var aö hugsa um Steinasléttuna, kom
mér einneginn til hugar bók ein. Sumum yöar kann
að þykja það undarlegt, að mér skyldi detta sú bók í
hug. En svona var það nú samt.
Bókin þykir mörgum ákaflega grýtt — alveg ,,úal-
andi og úferjandi“ og í húsum óhafandi, vegna grjóts-
ins, sem í henni á að vera. þeir eru sí og æ að reka
sig á steina í henni, og ef þeir minnast á hana, þá að
reka framan í menn steinana úr henni. Eg segi nú
um ,,grýttu“ bókina: Guði sé lof fyrir, að húner grýtt!
Hún er einmitt þá bók fyrir oss grýttu mennina, sem
þurfum að læra að brjóta steina hjá sjálfum oss og
yfir höfuð í lífinu.
Eins og tekið hefir verið fram, þá eru þeir menn
ónýtir, mannbleyður án arfs í guðs ríki, sem ekki
læra að brjóta steina. þá er engin furða, þó maður-
inn reki sig á steina í bókinni, sem á að kenna oss að
glíma við steina og brjóta þá, eftir því sem föng eru á.
þér skiljið vafalaust, tilheyrendur mínir, við
hvaða bók eg á, — að grýtta bókin, sem Steinasléttan
minti mig á, er einmitt biblían.
þegar eg var að hugsa um, hvernig bændurnir
fara að með steinana á jörðunni, bisa við þá, sem
þeir treysta sér við, og láta hina bíða, en láta sér ekki