Aldamót - 01.01.1900, Page 134
134
Drottinn heimtar af oss, að vér glímum við alt þaö,
sem oss er unt aS glíma við, enda er ekki neitt lagt
svo upp í hendurnar á oss, að vér losumst við alla
vinnu í sambandi við það. Náð hans er ekki náð til
þess, að vér liggjum og séum latir, heldur náð til
þess, að vér lifum og séum starfsmenn hans. Jjess
vegna hefir hann ekki gefið oss neinn þjóðsagna-,,dýr-
grip“ til þess að ljúka upp biblíunni og lesa hana með.
Vér verðum að vinna hér og beita kröftum vorum og
glíma við steina, svo vér veröum andleg hraust-
menni, en engar mannbleyður.
Vér glímurn við gullið og viljum út af lífinu ná í
það, eins fyrir það, þótt það sé í steinum. því lét guð
ekki gullið liggja ofan jarðar í gullstykkjum, svo vér
þyrftum ekki annað að gjöra en að tína upp gull-
molana og stinga þeim í vasann ? Hefði þá ekki ver-
ið skemtilegt að lifa á jörðunni ? Hefðum vér þá
ekki blessað guð fyrir gullið, sem sjálfkrafa eins og
valt upp í vasa vora ?—En eins og hinir helgu höf-
undar voru fyltir heilögum anda til þess þeir gætu
gefið oss gullnámu guðs eilífu náðar og frelsisopinber-
unar, gullnámu, sem ekki er öll jafn-auðug að gulli
alls staðar, eins er oss þörf á hinum sama anda oss til
hjálpar, ef oss á að vera unt að ná gullinu úr
námunni.
þegar eg heyri talað um missagnir og mótsagnir í
biblíunni og bent er t. d. á skökk ártöl og annað því
um líkt, eins og guðs orð sé ekki guðs orð fyrir því,
þá finst már fóik gjöra sig broslegt. það er þá að
reka sig á steina, leita að steinum, sér þá að eins
steina, eins og ekkert væri annað til, snýr sér svo
þurtu frá orði guðs og vill ekki heyra það, af því það