Aldamót - 01.01.1900, Síða 135
sá—steina ! þessir steinar hafa þó sannarlega ekkert
með gqös oröiö sjálft að gjöra —það, sem guð hefir
viljað og vill birta oss mönnunum um vilja síns hjálp-
ræðis og ráðstöfun oss til handa. En þeir verða próf-
steinar á oss sjálfa. Fyrir þá kemur í ljós, hvað með
oss býr.
Yfir höfuð að tala get eg sagt: Mér stendur á
sama um alla steina bæði í biblíunni og annars staðar
að því leyti, að þeir hneyksla mig ekki, gjöra mér
ekkert ilt, af því að einum steini hefir verið frá velt af
drotni sjálfum, vegna þess, að mönnunum var ekki
hægt að velta honum frá, — steininum frá gröfinni, og
frelsari minn lifir og eg lifi fyrir hann. Svo vil eg
glíma við þá steina, sem eg get glímt við, ef eg kynni
að geta orðið til einhvers nýtur, en ekki ónýtur.
það er ekki biblíu-gagnrýni nútímans, sem hefir
komið mér til hjálpar og frelsað mig frá því að glata
trú minni á guðs orð—vegna steinanna, heldur er
það hellubjargið stóra, sem guð velti frá gröfinni, og
orðið er að hellubjargi trúar minnar.
þegar eg var að hugsa um Steinasléttuna, duttu
mér enn fremur í hug aðrir steinar — versta grjótið af
öllu grjóti, grjótið í oss sjálfum, sniddugrjótið og
hvassa grjótið, sem náungi vor er sífelt að reka sig á
og meiða sig á, —— sjálfsálitið, eigingirnin, sérgæðings-
hátturinn, einstrengingsskapurinn, tortrygnin, öfund-
in, óeinlægnin, óhreinlyndið, tvöfeldnin, óvildin,
sundrungin, þolleysið, umburðarleysið, ómennskan o.
s. frv., — með einu orði: kærleiksleysið.
En það er eins og eg heyri rödd hrópa út úr
Steinunum, rödd dvergsins, sem býr í steinunum,