Aldamót - 01.01.1900, Page 136
hrópa þetta: ,,Viö erum öll svo breysk! Æ, viS erum
öll svo undur breysk!“ En til hvers er að nöldra um
breyskleika sinn og svo ekki snerta minsta fingri sínum
viö nokkurn steininn. Vér ættum heldur að líkjast
þeim Friðriki biskupi, er boðuðu kristni hinum heiðnu
foríeðrum vorum. Með helgum messum sungu þeir
,,búmann“ Koðráns að Giljá út úr steininum, sem
hann hafði búið í svo lengi. Kristindómurinn sýndi,
að hann var sterkari ,,búmanninum“—heiðindómin-
um. Vér eigum að kannast hreinskilnislega við alt
grjótið í oss fyrir guði og þakka honum fyrir, að hann
vill taka til náðar eins grýttar manneskjur og vér er-
um. Vinna svo í Jesú nafni — í krafti siðferðisafls
þess, sem kristindómurinn veitir, að því að útrýma
öllum heiðindómi, brjóta grjótið hjá oss sjálfum, brjóta
grjótið úr vegunum, glíma við alt það grjót, sem vér
erum menn fyrir, og láta þá glímu verða guðs ríki til
efímgar í oss sjálfum og hjá oss.