Aldamót - 01.01.1900, Page 139
139
komist lengst, eru Gestur heitinn Pálsson og Einar
Hjörleifsson. Hinn síðar nefndi hefir í sumum hinum
seinni sögum sínum komist feti framar aö ætlun minni
en nokkurir, sem á undan honum hafa orkt á óbundnu
máli, og þaö er óumræöilega mikiö tjón fyrir bók-
mentir vorar og um leið þroska tungu vorrar, aö hann
hefir ekki fengið að verja'nema örfáum tómstundum
af lífi sínu til að rita skáldsögur. Af því aö svo lítið
hefir verið ritað af skáldsögum á íslenzku, sem veru-
legt skáldskapargildi hafa, er sá þroski, sem mál vort
hefir fengið úr þeirri átt, enn þá tiltölulega lítill.
Prédikanasöfnin, sem vér höfum eignast á undan
þessu, hafa eiginlega ekki lagt fram stóran skerf í
þessa átt, nema Vídalínspostilla ein. Allir munu
kannast við, að þýöing hennar fyrir þroska tungu vörr-
ar, er stórkostlega mikil. Skoðuð einungis frá því
sjónarmiði er hún ódauðlegt ritverk, þar sem afl
tungu vorrar og tign birtist í göfugri og ógleymanlegri
mynd. En hún er nú orðiri gömuJ bók, og síðan á
dögum Vídalíns ætti tunga vor að hafa tekið miklum
og margvíslegum framförum, enda hefir hún gjört það.
Prédikanasöfnin, sem þjóð vor hefir eignast síðan,
hafa sjálfsagt lagt fram sinn skerf, hvert á sinn hátt.
Biskuparnir Pétur og Helgi eiga báðir þýtt og lipurt
tungutak, óbrotinn stíl og blátt áfram, sem vel sæmir
hinu göfuga umtalsefni. Hvorugur þeirra hefir þó auðg-
að tungu vora sérlega mikið. Um hvorugan þeirra verð-
ur sagt, að hann hafi eiginlega hafið hana upp í mikið
æðra veldi en hún áður var, þótt báðir hafi sjálfsagt
haft göfgandi áhrif á málið á íslenzkum prédikunum.
Naumast mun nokkur, sem fær er um það að
dæma, lesa svo margar ræður í þessu nýja safni, að
hann finni ekki, að hér er um verulega framför að
ræða, að því er meðferð málsins snertir. Hann verð-
ur þess fljótt var, hvílík einstök vandvirkni kemur hér
í ljós, að það er eins og andi málsins birtist manni hér
í nýrri mynd. Setningarnar eru oftast nær nokkuð
langar, en það er í þeim eitthvert hljóðfall, sem heill-