Aldamót - 01.01.1900, Page 140
140
ar hugann, og oft liggur bundnum stíl býsna nærri.
Eg vil benda á annaö eins orðatiltæki og þetta : ,,Vit-
andi sjálfan sig fljóta farlama aö feigðarósi“(566). þó
eru setningarnar stundum stuttar og stíllinn hraöur,
jafnvel á heilum ræðum eins og t. d. ræöunni á 3. s.
e. trín. o. fl. Lýsingarorðin eru valin meö bæöi list
og smekk ; þó kann eg ekki við lýsingaroröið ,, maka-
laus“, sem kemur nokkuö oft fyrir í fyrra hluta safns-
ins. Sumir kaflarnir í ræðum þessum eiga heima í
bók, þar sem safnað væri saman því fegursta, sem til
er f íslenzkum bókmentum. Eg vil nefna t. d. lýs-
inguna á næturdýrðinni í upphafi ræðunnar á föstu-
daginn langa. Hún er svona :
„Það er til nokkuð i náttúrunni, sem hverfur fyrir mann-
legu auga, þegar sólin er komin upp. Og þetta í náttúrunni,
sem þannig hylst af dagsljósinu, sem þannig verður ósýnilegt
af sólarbirtunni, það er vissulega ekkert smáræði. Það er öll
dýrðin á fe«ting himinsins, sem mannsaugað sér meðan dimm
nótt stendur yfir. Það er allur sá stjörnuher, sem náttmyrkrið
opinherar mannlegum augum á himninum. Það er allur hinn
dýrðlegi stjörnuhiminn. alt það undra-samsafn af tindrandi
stjörnum, sem skína inn í augu dauðlegra manna hér á jörð-
inni eina öldina eftir aðra, en að eins meðan nóttin stendur
yfir. Það hverfur alt í dagsbirtunni, þetta. En þegar dagur-
inn er á enda og nóttin moð sinni dimmu skýlu hefir breiðst út
yfir lög og láð. þá birtast stjörnurnar á himninum óteljandi,
eins og eins mörg eilífðarljós, og gjöra himinhvelfinguna að
eins konar ómælilegum, óskiljanlegum, aðdáaulegum, guðleg-
um rósareit. Hinar ýmsu stjörnuþyrpingar birtast jarðnesku
mannsauganu eins og himneskir blómknappar, leiftrandi,
tindrandi, logandi. ,Stjarna er stjörnu bjartari1; hjarminn
stjarnanna óendanlega margbreytilegur. Það er einsoghim-
ininn sé, þegar neiðskír nótt er komin. OTðinn að yfirnáttúrleg-
um, guðlegum akri, og blömin, sem sjást á þeim akri, skinandi
í glt öðru visi litbreyting, enn þá miklu dýrðlegri litbreyting
en þekkist í blóinreitunum hér niðri á jörðinni. Alian þann
hlómreit með hinum óteljandi, silfruðu, gyltu, himnesku rósum
hylur dagsbirtan fyrir augum vorum En nóttin opinberar
hann allan, sýnir oss alla þessa himnesku dýrð. Og sú sýn,
þessi dýrðlega sýn, sem þannig blasir við oss í næturdimm-