Aldamót - 01.01.1900, Page 141
unni, hún er fjarskalega víðtæk. Hún nær yflr alt það'í sköp
unarverkinu, eða hinni takmarkalausu náttúru guðs, sem er
fyrir ofan oss, uppi yfir höfðum vorum. I dagsbirtunni sjáum
vér tiltöluiega undur stutt inn í þá óendanlegu alheimsvíðáttu,
inn í það himnt ska dýrðardjúp. Vér sjáum að eins bláa eða
gráa himinhvelfing fyrir ofan oss þá. Birtan, sem þá lýsir
jörðinni, hyrgir allar stjörnurnar, hylur himinrósirnar aigjör-
lega. Og þótt bjart sé hér niðri á jörðinni á daginn, þá er það
nú samt ekki nema undur lítill hluti af jörðinni, sem vér höf-
um fyrir innan vorn sjóndeildarhring þá ; það iiggur við, að
hann sé alveg hverfandi, nærri því óendanlega litill. I sam-
anburði við sjóndeildarhring heiðskírrar nætur verður sjón-
deildarhringur hins bjartasta dags nálega að engu. Það er
sama hlutfallið á milli þessara tveggja sjóndeildarhringa og á
milli tímans og eilífðarinnar“ (294—295);
Stíll höfundarins er fullur af líkingum, sem oftast
eru skáldlegar, göfugar og sláandi. Enginn núlifandi
Islendingur ritar annaö eins líkingamál, og mér vitan-
lega er þa'ö hvergi til í íslenzkum bókum nema hjá
Vídalín. Langflestar eru líkingar þessar teknar úr
náttúrunni. Vetur og sumar, ljós og myrkur, dagur
og nótt, frost og ís, ár og fossar, fjöll og firnindi, —
alt þetta og margt annað lætur höf. tákna andlega
hluti. Hann kastar ekki höndunum til þessara lík-
inga, en fylgir þeim oft út í yztu æsar, og stundum er
nokkuð mörgum orðum og of miklu rúmi til þeirra
eytt. En lang-oftast ná þær tilgangi sínum, veita
huganum hvíld, efnið verður að einhverju leyti ljósara
fyrir bragðið, og ósjaldan er svo vel frá þeim gengið,
að þau einstöku atriði, sem þær eiga að skýra, verða
öldungis ógleymanleg. Hann vitnar til eða kemur
með brot úr ljóðum eftir lang-flest íslenzku skáldin,
svo sem Hallgrím Pétursson, Bjarna Thórarensen,
Gísla Brynjúlfsson, Kristján Jónsson, Matthías Joch-
umsson, Steingrím Thorsteinsson, Grím Thomsen og
Einar Hjörleifsson. Af útlendum skáldum og rithöf-
undum nefnir hann Lord Byron (um hafið 144—146),
Drummond (um hvíldina 147), Lord Lytton (Pompeji
176—177), Tennyson, Jónatan Edwards (523), Björn-