Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 142
142
stjerne Björnson (faöirinn 364—.5), Hans Christian
Andersen (375 og 530), danska prestinn og sálma-
skáldið Sthen (12) og Ingemann (721).
Lengstu dæmin, sem hann kemur meö úr mann-
kynssögunni, bókmentunum og mannlífinu, eru þessi:
þýzkt mannflutningaskip, sem sekkur á Atlanzhafi
(149), höfundurinn sjálfur í lífshættu á hafinu (149),
kristnitakan á Islandi (239), eldurinn, sem siðabótin
kveikti (241), þrælastríðið í Bandaríkjunum (241),
deyjandi stúlka með mynd unnusta síns (270), Brútus
og vofan (335)> Gyöingurinn gangandi og vantrúin
(351), Skeiðará horfin (406), slysið við keisara-krýn-
inguna á Rússlandi (440), konungsdóttirin með krása-
diskinn (449), sagan um Krösus (525—7), fólkið á
Grænlandsísnum (552), tvö ævintýri eftir Andersen:
móðirin (375) og konan, sem brendi kofann sinn (530
■—531), flóðið í Johnstown (19), Faeþón (25), hermað-
urinn, sem skorar drottin á hólm (60—61), Napóleon
á St. Helena (527), Hannibal, sér fyrir örlög Kartagó-
borgar(53Ó—8), mállausi drengurinn (681), Ingimund-
ur gamli (682—3), Höskuldur Hvítanesgoði (684),
Flosi og Hildigunnur (s.st.), Flosi og Njálsbrenna (s.
st.), óskasteinninn (694), hin þríblaðaða rós (715—
716), steindrangarnir við strendur Islands (720), skip,
sem fara hvort fram hjá öðru á nóttu (722), Friðrik
annar og presturinn (736).
Öll þessi dæmi eru mjög sláandi, í því sambandi
sem þau standa, og alls staðar er einkar vel með þau
farið. En stundum eru þau nokkuð löng og í ein-
stöku ræðu helzt til mörg í sömu ræðunni. Síðan á
dögum Vídalíns e þetta nýtt í íslenzkri ræðulist.
Flestir hinna ágætustu prédikara, sem nú eru uppi,
hafa slík dæmi við og við í ræðum sfnum. Hjá sum-
um úir og grúir af þeim. jjykir það ekki heppilegt,
því af Öllu má of mikið gjöra, þótt miklir prédikarar
eins og Spnrgeon eigi hlut að máli. En við og við
eru þau ágæt, ef þau að eins eru valin með næmri til-
finning fyrir því, hvað segja má af prédikunarstólnum.