Aldamót - 01.01.1900, Page 143
143
þau halda fast athygli þeirra, sem annars mundu oft
hvarfla frá meö hugann, bregöa nýju ljósi yfir umtals-
efniö og festa þaö í huga, svo það gleymist síður.
þeir, sem bezt vit hafa í þessum efnum og næmastan
smekk, segja flestir : Eitt dæmi er ágætt, en tvö —
þaö er að hafa einu of margt í sömu ræðunni. því
presturinn hefir annað að gjöra en að segja sögur á
prédikunarstólnum. Eg held, að flestir muni kunna
vel við þau dæmi, sem í bókinni eru ; þau eru vel val-
in og prýðilega heimfærð. Ekki er samt laust við, að
eitt þeirra meiði tilfinning mína. það kemur fyrir í
ræðunni á io. s. e. trín., um Jesúm grátandi yfir ör-
lögum Jerúsalemsborgar. þar er nokkuð löng lýsing
af viðureign Rómverja og Kartagóborgar, sem nær
yfir nærri þvf tvær blaðsíður. Og þar er Hannibal
sýndur, þegar hann sér örlög Kartagóborgar fyrir.
Mín tilfinning þolir ekki, að þessi grimmi og kaldlyndi
hershöfðingi sé settur við hliðina á frelsaranum, og eg
fæ ekki séð, að nokkuð sé með því unnið. En svo er
þetta mikið komið undir smekk hvers einstaks, og víst
er um það, að ljómandi fallega er frá þessu sagt.
Sagan um Krösus held eg líka sé helzt til löng. —það,
sem að er svo fjölda mörgum prédikunum, bæði þegar
þær eru fluttar og þegar þær eru lesnar prentaðar, er
það, hvað þær eru leiðinlegar. Enginn hefir gagn af
því, sem honum þykir leiðinlegt. En leiðindin £á
yfirhönd, þegar fáum eða engum ljósum bregður fyrir
í hugsun eða framsetning. En hér í þessum ræðum
er slíkum ljósum stöðugt að bregða fyrir, og mörg
þeirra eru skínandi björt og lýsa iangt inn í andans
heim. Hjartað fær sanna uppbygging, en andinn
yndi af lestrinum.
þegar eg er nú að hugsa um þessar ræður og
vega í huga mínum, hverjar þeirra rnuni beztar, feg-
urstar, áhrifamestar, er eg algjörlega ráðalaus, svo
jafn-ágætar finnast mér þær að kostum. Fyrst koma
mér í hug aðventuræðurnar ; þær eru hver annari
fegurri. Mest þykir mér held eg þar koma til ræð-