Aldamót - 01.01.1900, Page 145
»45
gjöri hana lofsyngjandi. — Fösturæöurnar eru hver
annari ágætari. Hin fyrsta (i. sd. í níuv.f.) er urn
launin. þar er sýnt fram á, að heiðingjaþjóðirnar
séu iðjulausar, sögulausar, en kristnu þjóðirnar starf-
andi, og bent á gæðin, sem kristindómurinn hefir leitt
inn í líf þjóðanna. I annari (2. sd. í níuv.f.) er talað
um skilningsleysið. ,,Eg er ekki kominn hér til að
láta sannfæra mig“ (199). ,,það má með sanni segja,
að nálinni sé einatt ekki niður stingandi í voru mann-
félagi fyrir skilningsleysi almennings“ (198). ,,Plægið
upp og girðið um hina harðtroðnu bletti hjartans“
(201).— Vígslan til krossins (sd. í föstu-inng.) er
Ijómandi ræða. —I næstu ræðunni (1. sd. í f.) talar
höf. um freistingar kirkjulýðsins til að styðja málefni
sitt með röngum meðulum og kenninguna um, að
kirkjan eigi að laga sig eftir almenningsviljanum í það
og það skiftið bæði f kenning og ytri starfsmálum, —
þá mundi alt ganga eins og í sögu. ,,Já, víst mundi
þá alt í kirkjumálum ganga eins og í sögu, en vel að
merkja ekki eins og í sögu þeirra, sem feta í fótspor
Jesú, hafa hans dæmi sér til fyrirmyndar, heldur eins
og gengið hefði í freistingarsögu Jesú, hefði djöfullinn
fengið fram vilja sinn, að hann — þvert á móti guðs
orði — kastaði sér ofan af musterisbustinni til þess aö
útvega sér alþýðuhylli“ (224).—Sársauki mannlegs
lífs er ekki síður ágæt ræða (2. sd. í f.). Menn finna
sífelt tneira og meira til. Kristindómurinn er sárs-
aukans trúarbrögð í æðsta skilningi. Sársaukinn
tekur ..siggið úr samvizkunni“. ,,það er eins og
mikilfengiegur holdskurður, sem hinn guðlegi læknir
gjörir á vorum innra manni“ (233). Vér þurfum að
fá meiri sársauka inn í líf vort. Guð er alsæll og sér
þó sársaukann.—Myrkraheinturinn opnast (3. sd. í f.)
er mjög einkennileg ræða, sem þeir naumast gleyma,
sem eitt sinn hafa heyrt hana eða lesið. Hún er eig-
inlega um djöfulæðið á dögum frelsarans. það birtist
hvar sem hið góða fer að starfa. Kærleikshiminn
drottins opnast við komu Krists, og myrkraheimurinn
JO