Aldamót - 01.01.1900, Page 146
146
um leið. Djöfulæðið er teikn þess myrkraheims, sem
stendur á bak við hverja synd. Að síðustu er sýnt
fram á, hve sjálfsagt það sé fyrir kristna menn að vera
ákveðnir flokksmenn. — Ræðan á boðunard. Maríu er
prýðis falleg og hljóðar um sjálfsafneitun.
Hvergi í nokkurri íslenzkri postillu er gjörð nálega
eins mikil og ljós grein fyrir kirkjuárinu og hér. þeir,
sem hagnýta þessa bók til lesturs, — og eg vona, að
þeir verði margir, —lifa sig vissulega inn í kirkjuárs-
hugmyndina betur en nokkuru sinni áður, og j?að tel
eg mikinn og dýrmætan kost. I ræðunni á pálma-
sunnudag er það tekið fram, að dymbilvikan merki
viku þagnarinnar og klukkuhringing í kirkjum skyldi
alls eigi viðhöfð (271). En Guðbrandur Vigfússon
segir í orðabók sinni, að orðið dymbill þýði trékólf,
sem klukkunum var hringt með á Islandi í kaþólskum
sið um dymbildagana og séu þessir dymblar taldir. með
eignum kirknanna á 14. öld. Af þeim dregur þá
dymbilvikan nafn. Var þetta gjört til að gjöra
klukknahljóðið lægra og dimmra. Annars staðar í
kaþólskum löndum munu hinir vanalegu kólfar hafa
verið vafðir (muffled), til þess hljóðið skyldi breytast
og tákna betur sorgina og alvöruna í hjörtunum. Tek
eg þetta fram, af því eg þykist vita, að fáum muni
kunnugt um þýðing orðsins.
Skírdagsræðan er um kvöldmáltíSar-sakramentiS
og skýrir það atriði kristindómsins vel og vandlega
um leið og leitast er við að lagfæra ýmsan misskilning
manna í sambandi við það. En við þá ræðu gæti það
verið að athuga, að það er fullyrt, að Júdas hafi verið
meðal lærisveinanna, þegar frelsarinn innsetti kvöld-
máltíðarsakramentið. En það er mjög vafasamt
atriði, þó orðin hjá Lúkasi bendi til þess. Skoðanir
biblíuskýrendanna hafa verið mjög skiftar um það
efni, en flestir hinna nýrri álíta, að hann hafi gengið
út úr salnum meðan setið var undir borðum um leið
og honum var réttur bitinn, en áður en frelsarinn
jnnsetti kvöldmáltíðina. þess vegna er þeirri skýring