Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 147
U 7
fylgt í báöum hinum nýjustu biblíusögum, sem út hafa
komið á íslenzku eftir Tang og Klaveness. Full-
komna vissu í þessu atriði er aldrei hægt að fá, hvorki
með né mót, og þess vegna engin ályktun á því
atriði út af fyrir sig byggjandi. En Lúkas virðist hér
ekki halda frásögu sinni í fullkomlega réttri tímaröð og
geta um sumt seinna en það skeði, þegar hann man
eftir, að hann hefir gleymt einhverju eða látið vera
að taka það fram á réttum stað.
Ræðan á föstudaginn langa er kölluð nœturdýrS-
in. Ur henni hefir þegarverið tilfærður kafli, enda er
hún ef til vill skáldlegust og fegurst af öllum ræðun-
um. Hvergi í öllu þessu ræðusafni birtist mælska höf.
og hugmyndaflug f göfugri og glæsilegri búningi.
það er ekki einungis kirkjuárið, sem gefur höf.
tilefni til margra hjartnæmra og uppbyggilegra hug-
leiðinga, heldur líka missiraskiftin. Vorsins er jafn-
vel minst í þremur ræðum. Fyrsta sd. e. páska er
lagt út af: Út úr vetrinum og inn í sumarið, — út
úr vetri vantrúarinnar og inn í sumar trúarinnar. ,,I
hvert sinn, sem þér í sumarbyrjun að morgni dags
komið á fætur og út fyrir yðar húsdyr, heilsa óteljandi
einstaklingar í náttúrunni, nýrisnir upp frá dauðum,
upp á yður, flytja yður páskakveðjuna frelsarans og
segja, en þótt ekkert orð heyrist, við hvern einstakan
hið sama sem hann sjálfur, lausnarinn og lífgjafinn,
með heyranlegum orðum sagði við hinn vantrúaða læri-
svein Tómas, þegar hann var að kalla hann út úr hinu
andlega vetrarríki: ,Vertu ekki vantrúaður, heldur
trúaður’ “ (324—5). þessi síðustu orð hefði eg viljað
hafa sem fyrirsögn fyrir þessari ræðu. Fyrirsagnir
eins og sumarið boriS út (3. sd. e. p.) og vorgleSi áSur
en voriS sést (4. sd. e. páska) eru nærri því of skáld-
legar og það finst mér eiga sér stað með fleiri. En
eftirtektarverð er hin fyrri af ræðum þessum, því þar
er víst gjörð sú bezta grein fyrir upprisunni og hinum
sögulega veruleik hennar, sem til er á íslenzku. Hún
er út af Matt. 28, 11 —15, en ekki út af guðspjalli