Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 148
t4-8
dagsins. Seinni ræöan heföi íremur átt a8 heita :
,,þaö er yöur til góSs“, þar sem hún er út af þeim
orðum frelsarans og sýnir fram á mótlætið sem upp-
sprettu alls hins bezta fyrir manninn. Aflavon í al-
dauSum sjó heföi líka mátt heita: aö leita lífs á stöðv-
um dauðans(5. sd.e.trín.). DauSahafið(4. sd. e. trín.)
er skínandi ræða um miskunnsemina, þar sem líking-
unni er eiginlega haldið gegn um alla ræðuna. Annars
er vanalega miður heppilegt, að láta einhverja líking
gefa ræðunni nafn (sbr.: Oskasteinninn, Skip, sem
fara hvort fram hjá öðru á nóttu). því það er eins og
líkingin verði með því móti efni ræðunnar.—En nú
má eg ekki halda lengra, hversu freistandi sem það
er, því einlægt í hverri ræðu er eitthvað sláandi og
einkennilegt, sem mann dauðlangar til aö benda á.
Hvað hafa nú ræður þessar til síns ágætis? Hrein-
an og skýran kristindóm, sem bæði er einarður og
einbeittur í öllum atriðum. Stöðuga auðlegð af nýj-
um og frumlegum hugsunum, sem dregnar eru upp á
þráð, sem ávalt heldur ræðunni saman. Nýjar skýr-
ingar á mörgum torveldum atriðum í sambandi við
kristindóminn og lífið. Skáldlega fegurð svo mikla í
hugsunum og búningi, að hugurinn verður ósjálfrátt
fanginn af þeim heimi, sem hann er leiddur inn í.
Mælsku, sem aldrei er mjög áköf eða heit, en borin
af stöðugum hita þeirrar sálar, er heldur sér fast við
uppsprettur lífsins og horfir langar leiðir inn í andans
heim. Ef það er mælskunnar göfugasta einkenni að
fá ávalt fullkomiö samþykki áheyrendanna til þess,
sem sagt er, þá á höfundurinn vissulega skilið að kall-
ast mælskur í orðsins eiginlegasta skilningi. þær bera
það með sér, þessar ræður, að vera nýjar, en ekki
gamlar, — fluttar með hugsunarhátt og mannfélags-
ástand samtíðar vorrar fyrir augum, — talaðar beint
inn í trúarmeðvitund nútíðarmannsins. þar er ekkert
gamaldags né úrelt, sem fælir hugann, engir stein-
gjörvingar, hvorki í hugsun né búningi, engin einasta
fölsþ nóta. Flestar ræðurnar eru fluttar tvö til þrjú