Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 154
þetta er frumleg og stórfengleg lýsing. Sá, sem les
þessi ljóð, getur ekki látið sér dyljast, aS hér er eitt-
hvaS nýtt á ferSinni, sem áSur er óþekt í íslenzkum
kveSskap. Eg hefi þegar bent á þaS, hve hugsunin er
á huldu hjá höf. þaS út af fyrir sig gæti veriS orsök
þess.aS þessi ljóS eru ekki líkleg til aS verSa í almennu
afhaldi, hve gáfuleg sem þau annars eru. En til þess
eru eflaust fleiri orsakir. Éin er sú, aS þaS er fremur
dapur blær yfir þeim,— ekki neinn angurblíSur rauna-
blær. Hann er mjög fjarri höf. En þaS gengur nap-
urt kulda-glott, meS dulinn sársauka á bak viS, gegn
um alla ljóSagjörS höfundarins, sem gjörir hana nokk-
uS beiska á bragSiS og lítiS aSlaSandi. þaS er eins
og hann horfi aS eins á ranghverfu hlutanna, hefir því
alt á hornum sér, og maSur freistast stundum til aS
ætla, aS honum sé meinilla viS alla tiheruna. Hann
er jafnvel gramur út af því, aS fjöldi mannanna vill
heldur vera í ljósinu en myrkrinu :
,,Hann fælist ei þrengslin, en firrist þaA alt,
sem finst honum óljóst og húmt,
en ljósþrengslum geðfeldra myrkrið er mér,
ef myrkrið er einungis rúmt“ (8).
Hér held eg vér höfum lykilinn aS leyndarmálinu. þaS
hefir legiS í eSli hans fremur aS forSast mennina en
leita þeirra. Hann dregur sig langt frá þeirri þjóS,
sem hann ætlar aS yrkja fyrir, og tekur sér bústaS
lengst norS-vestur undir Klettafjöllum. ÓviSráSan-
legar ástæSur eiga auSvitaS sinn þátt í þessu, en þaS
er líka óefaS sterk eSlishvöt, sem hér hefir veriS meS
í spilinu. En þetta hefir haft þau áhrif á skáldskap
hans, aS hann hefir orSiS myrkur, dapur og mannfæl-
inn. A hinn bóginn er eitthvaS stórbrotiS í þessu.
þarna situr hann ,,í myrkrinu“ og yrkir innan um kýr
og kálfa. Hann lætur ekki lífiS taka þann fögnuS frá
sér. Hann fylgist meS öllu, sem gjörist, hugsar fram
og aftur, yrkir æ betur og betur. Én honum er nokk-
uS dimt fyrir augum; hugsanir hans verSa fremur
myrkar, og honum verSur ósjálfrátt alt annaS en hlýtt