Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 156
156
aB borð er kalt til mannanna, er það alveg eðlilegt,
að honum sé kaldast til þeirra, sem honum eru ólík-
astir að lífsstefnu og hugsunarhætti. Hann verður
líka að lýsa öllu eins og það kemur honum fyrir sjónir.
Og sjón hans á lífinu og mönnunum er nú einu sinni
orðin svona. J)að er svartsýni í orðsins eiginlegasta
skilningi; það virðist vera orðið höf. annað eðli. Eg
held hann sé orðinn konungurinn í ríki pessimistanna
hjá oss Islendingum. Menn skilja án þess það sé tek-
ið fram, hverju hinna yngstu skálda vorra hann er
skyldastur. En hugsanir hans eru eftir mínum skiln-
ingi öllu veigameiri, frumlegri, sjálfstæðari.
Frá listarinnar sjónarmiði verður hin bölblinda
lífsskoðun ávalt fremur óheppileg, af því hún er döpur
og köld. Listin er samræmi lífsins. Hún er í því
fólgin.að lyfta hlutunum upp í hið æðra veldi, þar sem
hin hjáróma hljóð lífsins ekki lengur heyrast,—leysa
þau upp f fullkomið samræmi. Skáldskapur, sem er
hjáróma við lífið, gleymist fljótt. pegar kalinn til lífs-
ins og mannanna verður sálin í honum í stað kærleik-
ans, loka mennirnir fljótlega húsum sínum. I hýbýl-
um þeirra er nógur súgur samt, þó aðfengin list auki
hann ekki.
Eg tel það óhapp fyrir oss Vestur-íslendinga, hin-
ar byrjandi og fálmandi bókmentir vorar, og fyrir ís-
lenzka ljóðagjörð í heild sinni, að lífsskoðun þessa gáf-
aða höfundar skuli ekki vera bjartari en þetta. En á
hinn bóginn verðum vér að taka þvf vel, dæma vægt
og vingjarnlega, vera fúsir til að kannast við ágæta
hæfileika hjá hverjum, sem þeir koma í ljós, og bjóða
snildina velkomna í hvaða búningi, sem hún birtist.
Höf. kom ungur og óþroskaður hingað til lands. All-
an þroska sinn og mest-alla mentun hefir hann fengið
hér. Hann hefir lesið alt, sem hann hefir náð í, og
kepst við að menta sig á allar lundir. En hann er
samt sem áður ramm-íslenzkur í anda. Hann er ó-
efað lang-mestur hæfileika maður af öllum þeim, sem
hér fást við að yrkja fyrir vestan á íslenzku, Og að