Aldamót - 01.01.1900, Síða 159
159
an íslenzkan sveitalýð. Hjá flestum vestur-íslenzku
skáldunum hefir þetta íslenzka einkenni tekiö mjög
miklum og áþreifanlegum stakkaskiftum. þau yrkja
flest í herklæöum og ganga þá auk heldur oft og tíðum
reglulegan berserksgang á móti þeim skoöunum, sem
þeim er á einhvern hátt illa við. En ekki er þetta
svo meö þau öll. Sá höfundur, sem vér hér höfum
fyrir oss, er líka öldungis óbreyttur íslendingur að
þessu leyti. Enginn flokkshiti né ákafi kemur fram
í þessum ljóðum, heldur eru þau einnig að þessu leyti
alveg eins og þau hefðu verið orkt í sveit á íslandi.
Mildi og friðsemi hins íslenzka sveitalífs hvflir yfir
þeim, sem helzt vill leiða hjá sér alt þras mannanna
og fá að lifa í næði. Eg hefi haft ánægju af að lesa
bæði þessi litlu kver einmitt frá þessu sjónarmiði. Og
þegar farið verður að lesa sögu vora ofan í kjölinn,
trúi eg ekki öðru en einhverjum öðrum þyki fróðlegt
að sjá í skuggsjá þessara óbrotnu ljóða, hve vel Is-
lendingslundin hefir haldið sér um fjórðung aldar
innan um þau sterku umbrot, sem lífinu hér fyrir
vestan eru samfara.
Einn af þeim Vestur-íslendingum,
Gestur sem °íur lítiö fæst við að yrkja,
Jóhannsson. er Gestur Jóhannsson í Selkirk.
Hann hefir látið prenta eftir sig
ofur lítið ljóðasafn, í undur smáum stíl, að eins 31 bls.
að stærð. Höfundurinn er sérlega skynsamur maður,
stiltur og gætinn, hægur og tillögugóöur í allri fram-
komu sinni. Hann er sívinnandi sein fátækur dag-
launamaður og hefir sjálfsagt eins lítinn tíma og ervið-
ar ástæður til að gefa sig við skáldskap og unt er að
hugsa sér. En tilhneigingin er svo sterk, að hann
getur ekki látið það vera, þegar hann kemur þreyttur
heim frá erviði dagsins. Skyldu vera menn til af
nokkurri annari þjóð en vorri, sem finna upp á öðru
eins, — ómentaðir menn, sem aldrei hafa einn dag
•+