Aldamót - 01.01.1900, Síða 161
161
og hve rithöfundar hæfileikarnir hafa gægst fram ná-
lega úr hverri setningu.—Mikil dæmalaus raun er til
þess aö hugsa, að vér skulum vera svo mikil smá-
menni, bæði sökum fámennis og fátæktar, að geta ekki
komið upp íslenzkri mentastofnun fyrir fólk vort í landi
þessu. Enginn veit né rennir fullkominn grun í, hví-
líkt líf og andans fjör hún mundi vekja. þegar alþýðu-
menn vorir eru hver á fætur öðrum að gefa út ljóða-
bækur eftir sig, ætti það vissulega að benda. oss á, á
hverju vér mættum eiga von, ef vér gætum mentað
syni þeirra og dætur eins og vera ætti. Og hvílíkt
bókmentalegt stórveldi mundum vér þá ekki verða í
þjóðlífi þessa lands, þegar sá tími kæmi, að vér færum
að rita á ensku. En sá tími kemur aldrei, ef vérglöt-
um tungu vorri og þjóðerni á mikils til of skömmum
tfma. Vér glötum þá sjálfum oss um leið, glötum
hinní göfugu tilhneiging til þess að vera bókmentaþjóð,
sem nú er vort annað eðli. —Upp með íslenzka skól-
ann í einhverri mynd eins fljótt og unt er !
þá er út komið fyrsta hefti af
Islendingasögu Boga Melsteð í
Bókasafni alþýðu, sem herra
Oddur Björnsson í Kaupmanna-
höfn er kostnaðarmaður að. það
120 bls. að stærð, en frágangur-
eins og á öllum þessum bókum.
Bogi Melsteð:
þættir lir Is-
íendingas.
er að eins lítil bók,
inn ljómandi góður
Höf. kallar þetta ritverk sitt þœtíi úr íslenditigasögu
og tekur fram á titilblaðinu, að það sé alþýðubók.
Tilgangurinn er víst sá, að láta annað stærra ritverk
um sögu þjóðar vorrar birtast síðar, þar sem hún verð-
ur sögð í fullkomlega samstæðri heild og frágangurinn
af hendi höf. ,,vísindalegri“ en hér. Eg er sannfærð-
ur um, að öllum bókavinum þykir mjög vænt um þá
byrjun, sem þeir hér fá á sögu þjóðar sinnar, og fást
einungis um það, hve skamt sú byrjun nær. Eins og
U