Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 162
IÓ2
lög gjöra ráö fyrir er hér fyrst sagt frá fundi íslands og
landnámi, og nær sá þátturinn yfir 20 bls. þá er sagt
frá því, er þjóöveldi var sett á stofn á 12 bls. Eru
þessi tvö atriði látin vera eins konar inngangur aö
aðalefni bókarinnar. Fyrsti aöalþátturinn er nefndur :
Island sjálfstætt ríki. I þeim kafla er fyrsta tímabilið
söguöldin, sem nær yfir rétt hundrað ár (930—1030).
það tímabil er allri alþýðu manna lang-kunnugasta
tímabilið í allri sögu landsins, því fornsögurnar hafa
flestir lesið. Söguöldinni er hér lýst á 52 blaðsíðum
(34—86). þá kemur annað tímabilið eða friðaröldin,
sem talin er frá 1030 til 1118. Nær frásögnin ekki
alveg út þann kafla, því bókin er öll að eins 120 blað-
síður og mun öllum þykja langt að bíða þangað til
framhaldið kemur næsta ár. Síðasti kaflinn finst mér
skemtilegastur, þar sem höfundurinn segir frá Jóni
biskupi Ögmundssyni og lífinu á Hólum eftir að hann
var orðinn þar biskup. — Ef áframhald bókarinnar
verður eins gott og þessi byrjun, sem eg efast ekkert
um, mun öllum þykja vænt um þessa Islandssögu og
kunna höfundinum þakkir fyrir. Frágangurinn er að
öllu leyti prýðilegur. Kápan er smekklegri en sést
hefir á nokkurri íslenzkri bók annari en almanaki
Ólafs S. Thorgeirssonar, þó ekki sé lengra farið.
Framan til í bókinni eru nokkurar myndir, sem prýða
hana. Ekki sést á neinu, hvað ætlast er til að bókin
verði stór.
þorvaldur
Thóroddsen:
Lýsing
Islands.
seld, svo öllum mun
f endurfæddri mynd,
uð á ágætum pappír
Hin bókin, sem út hefir komið í
Bókasafni alþýðu er Lýsing ís-
lands eftir þorvald Thóroddsen,
önnur útgáfa endurbætt. Fyrsta
útgáfan af þeirri þörfu og vel-
sömdu bók var fyrir löngu út-
þykja vænt um að sjá hana aftur
Hún er nú ljómandi vel prent-
með mörgum myndum af íslenzk-