Aldamót - 01.01.1900, Side 166
einn kjörstaöur væri í hverjum hreppi, í staö þess sem
nú er að eins einn kjörstaður í hverri sýslu, og ætti
öllum fyrir löngu að vera orðið augljóst, hve óhafandi
slíkt fyrirkomulag er. Auk þess er j?ví haldið fram,
að kosningar ættu að vera leynilegar, í stað þess að
vera opinberar eins og nú tíðkast á íslandi, og má
nærri geta, hvernig það kemur í veg fyrir, að fjöldi
manna greiði atkvæði samkvæmt sjálfstæðri skoðun.
Hér í Ameríku er eins og kunnugt er hinni áströlsku
aðferð fylgt við atkvæðagreiðslu, enda mun vandfund-
in önnur heppilegri aðferð. Vonandi er, að síðustu
kosningar til alþingis hafi sannfært bræður vora á
Fróni um nauðsynina á því, að koma kosningaaðferð-
inni í þetta horf sem bráðast. — Síðast í þessum ár-
gangi stendur önnur ágæt ritgjörð eftir dr, Valtý sjálf-
an um „framfarir Islands á 19. öldinni11. Er hún vel
og gætilega samin, þótt nokkuð mikið kunni nú að
vera gjört úr framförunum, af því höf. hefir talið sér
skylt að telja mönnum fremur trú um framtíð landsins
heldur en hitt, og er það ekki nema von og sjálfsagt
rétt, ef sannleikanum er ekki hallað. — Báðar þessar
ritgjörðir mundu hafa þótt ágætar í sinni röð í hvaða
tímariti sem þær hefðu staðið. Gefa þær þessum ár-
gangi varanlegt gildi.—Aðal-ritgjörðin í þessum ár-
gangi, að því er lengdina snertir, er „Reykjavík um
aldamótin 1900“ eftir skáldið Benidikt Gröndal. Hún
er í báðum heftunum og nær yfir einar 92 blaðsíður
alls. Gaman er að henni að ýmsu leyti eins og flestu
því, sem höf. ritar, en fremur lítið á henni að græða,
þegar öllu er á botninn hvolft. Samt er ýmislegt gott
í fyrra hlutanum, sem er lýsing á bænum sjálfum,
eins konar saga húsanna. Veit eg til þess, að göml-
um Reykjavíkarbúum hefir verið vel skemt með þeim
kaflanum ; aðrir hafa hans ekki full not. Síðari kafl-
inn á að vera lýsing á lífinu í höfuðstaðnum, en þar
kastast svo mjög í kekki, að eg fæ ekki séð, að nokk-
uð sé á honum að græða. Ritgjörð þessi er með mörg-
um myndum frá Reykjavík. — Nokkur ljóðmæli eru