Aldamót - 01.01.1900, Síða 167
I Gj
hér eftir skáldöldungana Steingrím og Matthías, sem
öll sverja sig í ættina og prýða ritiS, þótt sum þeirra
hafi áöur verið prentuð. — Dálítil skáldsaga, örstutt,
er ]?ar eftir Guðmund Friðjónsson, er hann kallar:
,,Dóttir mín“. pað er vonin hans, sem nú er orðin
eilíf, þótt hún sé heilsulítil og að eins hjari. það er
eins og hugsanir höf. sé að færast inn í mildara lofts-
lag.—I góðum og vingjarnlegum ritdómi um ,,Verði
ljós!“ gjörir ritstjóri Eimreiöarinnar þá staðhæfing, að
engir guðleysingjar séu kirkju og kristindómi jafn-
óþarfir og heimatrúboðsmennirnir dönsku. þetta er
víst mjög fjarri sanni, þó margt megi að þeim finna,
og það ætti vinur vor, dr. Valtýr, að vita. Margir
hinna ágætustu leiðtoga dönsku kirkjunnar, ef ekki
allir, líta svo á, að þessi kirkjulega lífshreyfing sé að
vinna eitt hið þarfasta verk, sem unt var af hendi að
inna fyrir dönsku þjóðina, þrátt fyrir þá annmarka,
sem á henni eru, og þeir ættu þó að vera manna fær-
astir til að dæma um, hvað er þarft og óþarft fyrir
kristindóminn í landinu. það er ætíð óvarlega gjört
að kasta barninu út með laugarvatninu.
Landfræðis-
saga Isl. III.
Isl. forn-
bréfasafn.
Fyrsta heftið af þriðja bindi
Landfrœfiissögu íslands eftir dr.
þorvald Thóroddsen er nú kom-
ið. það verður eitt hið stærsta
ritverk, sem nú kemur út eftir
íslenzkan höfund. það er skemti-
legt og auðvelt aflestrar eins og alt eftir þennan höf-
und, sem hefir svo einstaklega gott lag á að rita við
alþýðuhæfi, og margan fróðleik má svo sem að sjálf-
sögðu af bókinni hafa. En ekki er laust við, að
manni finnist hún nokkuð ruslakistuleg. I þessu hefti
er skemtilegastur kaflinn um Eggert Ólafsson. —þá er
líka komið fyrsta heftið af sjötta bindi íslenzks forn-
bréfasafns, sem dr. Jón þorkelsson yngri gefur út,