Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 171
framar en allir þeir, sem skáldsögur hafa ritaö á und-
an honum á vora tungu, og finst mér auövelt aö sýna
fram á það, svo ekki yrði á móti mælt. Hann lýsir
líka sálarlífi mannnanna frá fleiri hliöum en nokkur
annar. En rauöi þráöurinn í öllum sögum hans finst
mér vera þetta, aö hann er aö sýna fram á, hvað þaö
er, sem gjörir manninn aö manni, en um fram alt,
hvaö það er, sem gjörir hann aö ónýtum manni. — þá
stendur líka í Sunnanfara fyrirlestur all-langur eftir
Guömund Finnbogason, ungan námsmann efnilegan
frá Kaupmannahöfn. Hann hefir stundaö þar heim-
spekisnám. I fyrirlestrinum (,,þ>ar hafa þeir hitann
úi>“) eru margar fagrar og ágætar hugsanir, sem
stefna töluvert hærra en maöur á aö venjast, en nokk-
uö eru þær á víð og dreif og falla því ekki nógu vel aö
einum punkti, svo aöalefniö veröur þess vegna ekki
eins áhrifamikið og annars hefði mátt verða. Kemur
þetta af því, að höf. er enn ungur. Vonandi, aö vér
fáum aö heyra frá honum síðar.
Eitt hefti af söngvum með ís-
Frú Lára lenzkum textum hefir frá Lára
Bjarnason: Bjarnason í Winnipeg gefið út.
Lanfblöð. Lögin eru 20 talsins, og er undir-
spil (accompagnement) viö öll
þeirra, öll falleg og vel valin, að dómi þeirra, sem vit
hafa á að dæma um slíka hluti. Textarnir eru sömu-
leiöis ljómandi fallegir. Hefti þetta er einkum ætlað
unga fólkinu, sem nú er stöðugt fleira og fleira aö
menta sig í þessa átt. það kemur sér vel viö hinar
fjölda-mörgu samkomur, sem hér eru haldnar meðal
vor, þar sem einlægt þarf að leitast við að koma með
eitthvað nýtt, sem þó vill oft veröa nokkur hörgull á.
það er vonandi, að þetta hefti seljist svo vel, aö fleiri
slík geti fljótlega komið á eftir. það er prentaö f