Aldamót - 01.01.1900, Page 172
172
Reykjavík og frágangurinn prýöis laglegur, pappfrinn
ágætur og húöþykkur og prentið gott og veröiS aö eins
50 cent.
Ólafur S. Thorgeirsson, prentari
Hrói Höttur. í Winnipeg og nú um nokkur ár
útgefandi almanaks, sem meðal
annars hefir kafla úr landnámssögu Vestur-íslendinga
meðferðis og unnið hefir almennings hylli, hefir nú
gjörst kostnaðarmaður ofur lítillar bókar, sem helzt
mun ætluð börnum og ungmennum og nefnist Hrói
Höttnr. Hún er þýdd úr ensku af Halldóri Briem,
kennara á Möðruvöllum. það eru hinar alkunnu
Robin Hood sögur, eins konar enskar útilegumanna
sögur, fullar af hreysti og karlmennsku, en göfuglyndi
um leið, einmitt þess konar sögur, sem drengjum
þykir mest varið í að iesa. þessai sögur voru upphaf-
lega ævagömul þjóðkvæði, sem voru um Robin Hood
og afreksverk nans. Walter Scott gjörir hann að sax-
neskum höfðingja f Ivanhoe. Til eru um hann eitt-
hvað um fjörutíu þjóðkvæði, og eru sum þeirra hið
bezta, sem til er af þeirri skáldskapar-tegund hjá Eng-
lendingum. Hann er hvervetna látinn vera gáfaður
og góðhjartaður, með mikla lotning fyrir Maríu mey
og um leið fyrir öllum konum hennar vegna, trúaður í
hjarta, og hið mesta prúðmenni. Hann býr í skóg-
unum og hæfir dádýr konungsins með örvum sínum,
þegar honum þóknast, á stöðugt í höggi við alla
drambsama biskupa og feita ábóta og auðuga riddara,
tæmir gullið úr þverpokum þeirra, þegar honum sýn-
ist, en er gjafmildur við fátæka og alla, sem í raunir
hafa ratað. Hann er allra manna fræknastur, með
boga og kylfu; en þegar hann reisir ekki rönd við ein-
hverjum, sein hann mætir, fær hann þann hinn sama
óðara að félagsbróður. — þýðingin er fremur góð og
málið lipurt, Prófarka lestur hefði mátt vera betrj,