Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 173
173
þeir, sem kaupa vilja eitthvaö skemtilegt handa börn-
um sínum aS lesa, ættu aö kaupa þetta litla kver.
Nokkur smárit kristilegs efnis
Kristileg1 hafa komiö út á árinu, þýdd af
smárit. séra Jóni Helgasyni. Hiö stærsta
þeirra er fyrirlestur, sem fluttur
var á hinum kristilega norræna stúdentafundi í Nor-
egi árið sem leið af dönskum presti Skovgaard-Peter-
sen. Hann heitir: ,,Takið sinnaskifti“ og er ágæt
afturhvarfsprédikun, sem margir ættu aö lesa. því
þar er um afturhvarfið talaö frá mjög heilbrigöu og
algjörlega lútersku sjónarmiði. — Önnur tvö smárit
hafa verið send út með ,, Veröi ljós!!“,og eru þau áfram-
hald af nýjum evangeliskum smáritum, sem út komu
í sambandi viö ,,Kirkjublaöið“. Hiö fyrra er prédik-
un» eftir norska prestinn Thv. Klaveness, höfund
barnalærdómskversins, og heitir : ,, Á eg að ganga til
guðs borðs?“ Ágæt hugvekja um það efni, blátt á-
fram og snýr sér beint að einstaklingnum eins og alt,
sem eftir þann höf. liggur. — Hitt er kristileg smá-
saga úr þrælastríðinu í Bandaríkjunum og nefnist:
Bumbuslaginn.
Biblíusögur komu út í Reykjavík
Bibliusögur í fyrra, ,,að mestu lagaðar eft-
Klaveness. ir biblíusögum Thv. Klaveness,
prests í Kristjaníu, af Sigurði
Jónssyni, barnakennara “. þær eru töluvert styttri en
biblíusögur Tangs, sem eru helzt til langar handa
fermingarbörnum, einkum í hinni seinni útgáfu þeirra.
Einkum eru þessar biblíusögur hentugar handa börn-
um, sein eru að byrja að læra. Fyrsta bókin, sem
foreldrarnir kaupa til að kenna börnunum kristindóm-