Aldamót - 01.01.1900, Page 175
17$
margfaldrar blessunar fyrir alla þá, sem taka þátt í
honum. þaö verk er unniö meö hinum einstakasta
sjálfsafneitunaranda og er eitt hiö fegursta, sem gjört
hefir verið á ættjörðu vorri. þetta litla blað mundi
að eins kosta 15—20 cent hér í Ameríku, og það væri
vel gjört fyrir einhverja að styrkja gott og kristilegt
mál með því að kaupa það.
Ofur lítil,, Myndabók handa börn-
Myndabók. um“ hefir komið út í Kaup-
mannahöfn; af hvers völdum er
mér ókunnugt. það er gamall barnavinur í nýrri
útgáfu. Myndirnar eru 30, ein á hverri blaðsíðu
og ofur lítil skýring á hverri mynd á blaðsíðunni and-
spænis, svo barnið horfir á myndina jafnóðum og
það les.
Ritgjörð um ,,lifandi limgarða“,
Lifandi sérprentuð úr xm. árg. Búnaðar-
limgarðar. ritsins, samin af dr. Schubeler,
en þýdd af dr. M. Halldórsson,
liggur fyrir framan mig. það mundi fríkka stórum á
ættjörðu vorri, ef slíkar girðingar væru komnar þar í
kring um túnin, en það á líklega nokkuð langt í land.
Tvær smábækur hafa Aldamótum
Swedenborg'. verið sendar, sem hafa kenningu
Swedenborgs að innihaldi. Önn-
ur þeirra er ,,Um hina nýju Jerúsalem og hennar
himnesku kenningu“, þýdd af Jóni A. Hjaltalín. Hin
er ,,Um kærleikann“ og ber ekki með sér, hver hana
hefir þýtt. Báðar eru þær prentaðar í New York árið