Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
39
Andlát
Guðrún Þorvarðardóttir frá Gróttu,
Ægissíðu 98, lézt 8. desember 1981.
Hún var fædd 27. marz 1898, dóttir
Guðrúnar Jónsdóttur og Þorvarðar
Einarssonar. Guðrún giftist Pétri
Einari Þórðarsyni. Þau eignuðust þrjú
börn. Hann lézt 1971. Guðrún var
virkur félagi í slysavarna- og verka-
kvennafélagi. Hún verður jarðsungin í
dag frá Dómkirkjunni kl. 13.30.
Karl Magnússon iðnverkamaður
Nökkvavogi 38 lézt 11. des. 1981.
Hann var fæddur í Reykjavík 1.
desember 1911. Hann fór í fóstur til
Maríu Magnúsdóttur og Marísar
Sigurðssonar. Karl kvæntist Olgu Ingi-
marsdóttur 1940 og eignuðust þau
tvær dætur . Þau slitu samvistum.
Árið 1951 kvæntist Karl Unni
Jónsdóttur, en hún lézt árið 1976,
Karl starfaði við byggingarvinnu, og i
27 ár hjá Málningarverksmiðjunni
Hörpu. Bálför hans fer fram i dag frá
Fossvogskirkju kl. 13.30.
Maria A. Kristjánsdóttir, Urðarstig 16
lézt 9. desember 1981. Hún var fædd 8.
október 1896 að Hlíðarhúsum í Snæ-
fjallahreppi í N-ísafjarðarsýslu. For-
eldrar hennar voru Pálína Halldórs-
dóttir og Kristján Sveinsson. Þau eign-
uðust eina dóttur og sex syni. María
giftist Sigfúsi Guðfinnssyni og áttu þau
62 ára hjúskaparafmæli síðastliðið ár,
en þá lézt maður hennar. Þau eign-
uðust 8 börn. Tvær dótturdætur ólu
þau upp. María verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju i dag kl. 15.00.
Anna Jónsdóltir Reiners, hjúkrunar-
kona, lézt í Borgarspitalanum 15.
desember.
Bjarni Gunnar Sæmundsson, Ásvalla-
götu 35, er látinn.
Björg Guðmundsdóttir, frá Hofsósi
andaðist 15. þ.m. í Hrafnistu.
Einar Símonarson múararmcistari, íra-
bakka 26, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 18. desember kl.
13.30.
Grímur Víkingur Þórarinsson,
Gnoðarvogi 78 Reykjavík, sem and-
aðist 12. desember sl., verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18.
desember kl. 15.00.
Guðrún Stefánsdóttir Richter frá ísa-
firði, Lyngmóa 7 Njarðvík, sem lézt 8.
desember, verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 18. desember kl.
10.30.
Ólafur Hafsteinn Sigurjónsson, Kára-
stíg 6, lézt i Borgarspítalanum 15.
desember.
Sigurður Jónsson, Bústaðavegi 69,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 18. desember kl. 13.30.
Tilkynningar
í gærkvöldi
Effir langt og leiðinlegf hlé....
Hernaðarástandið í Póllandi hefur
að sjálfsögðu gengið eins og rauður
þráður í gegnum fjölmiðlana undan-
farna daga. Og víst hefur enginn
komizt hjá að heyra um ástandið þar
þrátt fyrir jólahug sem virðist hafa
gripið okkur íslendinga. Það var
kannski ekki tilviljun ein að auglýs-
ingaflóðið dundi ekki yfir okkur fyrir
og eftir ávarp forseta íslands í
sjónvarpinu í gær. Þeir hjá sjónvarp-
inu pössuðu sig þó á því að skella þul-
inum á milli — svo allt liti betur út.
Annað væri í hæsta lagi ósmekklegt.
Þáttur þeirra Illuga Jökulssonar og
Egils Helgasonar um jólabækurnar
kom ágætlega út. Þó er það svo að
eftir allar jólabókaauglýsingarnar,
tilkynningarnar í þættinum Á döf-
inni og ekki sízt auglýsingar í
blöðum, veit maður satt að segja ekki
hvað mikið eigi að fjalla um þessar
bækur. Að vísu er alltaf skemmtilegt
að heyra höfundana sjálfa lýsa
bókum sínum. Skemmtilegra væri þó
að fá að vita eitthvað um höfundana.
Og þá meina ég þá minnst þekktu.
Ewing-fjölskyldan í Dallas lét
heldur ekki að sér hæða. Minnstu
munaði að yngsti fjölskyldumeðlim-
urinn ætti samúð mína alla. Kannski
langt og leiðinlegt hlé i sjónvarpinu,
loksins þegar ég settist niður til að
glápa á það, hafi orðið þess valdandi
að Dallas þátturinn var bara ekki svo
leiðinlegur.
-Elín Albertsdóttir.
Samvinnan
t
fjallar að þessu sinni um hvernig íslenzkt sjónvarp
varð til, neytendamál, villt spendýr á islandi, sam-
vimiustarf á sunnanverðum Ve.Ufjörðum og fleira.
Ferðafélag íslands
Áramólaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan.; brollför
kl. 07.
Gönguferðir eftir þvi sem birtan leyfir, áramóta-
brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ekki
yrði unnt að komast i Þórsmörk, verður gist í Hér-
aðsskólanum að Skógum.
Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, öldu-
götu 3.
Gallerý Lækjartorg
Nýlega opnuðu 10 myndlistamenn samsýningu á
verkum sinum í Gallerý Lækjartorg.
Á sýningunni er um 50 myndir til sýnis og sölu:
grafikmyndir, teikningar og málverk.
Listamennirnir eru: Björg Þorsteinsdóttir, Edda
Jónsdóttir, Haukur Halldórsson, Helga Weisshapp-
el Foster, Hreggviður Hermannsson, Ingiberg
Magnússon, Kjartan Guðjohnsen.Richard Valting-
ojer, Sigurður örlygsson og Valgerður Bergsdóttir.
Kaupcndur geta strax tekið með sér keypta mynd,
og verður þá jafnóðum fyllt í skarðið — þannig að
ávallt verður um endurnýjun að ræða.
í anddyri sýningarsalarins verða einnig til sýnis og
sölu eftirmyndir af verkum Hauks Halldórssonar og
Jóhanns G. Jóhannssonar.
Sýningin stendur til jóla og er opin daglega frá kl.
9—18 en á sunnudögum frá kl. 14—18.
10. tölublað þessa árs fjallar að þessu sinni um
skólamál sjómanna, viðtal við Sigurstein Jóhanns-
son verkstjóra frystihússins í Bakkagerði, rætt við
Ernst Pettersen frá Seyðisfirði, fleira efni að austan.
Viðtal við Guðjón Á. Eyjólfsson skólastjóra Stýri-
mannaskólans og nemendur skólans, o.fl.
$ Samvtnnan
Vfkingur
Hesturinn okkar,
tímarit Landssambands hestamannafélaga 3. tölu-
blað 1981 er komið út.
Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl, grein um Evrópu-
mótið í Larvík, hestavísur, íslandsmót í hestaíþrótt-
um, grein um tamningu hrossa, dýralæknir svarar
fyrirspurnum, einnig gefur á að líta Ijósmyndir af
hestum í umhverfi frá því um síðustu aldamót.
Hesturinn okkar er sem fyrr sagði tímarit Lands-
sambands hestamannafélaga og kemur blaðið út
fjórum sinnum á ári.
Afgreiðsla blaðsins er á skrifstofu Hestamanna-
félagsins Fáks í Félagsheimili Fáks við Elliðaár í
Reykjavík.
Fyrirlestur í
Gallerí
Lækjartorgi
Tíu myndlistarmenn opnuðu samsýningu á verk-
um sínum í Galleri Lækjartorgi um helgina. Sýning-
in nefnist ,,Des-samsýning ’81”. Fimmtíu myndir
eru til sýnis og sölu, grafikmyndir, teikningar og
málverk.
Listamennirnir eru Björg Þorsteinsdóttir, Edda
Jónsdóttir, Haukur Halldórsson, Helga Weisshapp-
el Foster, Hreggviður Hermannsson, Ingiberg
Magnúson, Kjartan Guðjónsson, Richard Valtin-
gojer, Sigurður örlygsson og Valgerður Bergsdóttir.
Sýningin stendur til jóla og er opin daglega á
venjulegum verzlunartíma, 9—18, og sunnudaga,
klukkan 14—18.
Samhliða sýningunni verður efnt til fræðslustarf-
semi og mun Ray Holland, gestakennari við Mynd-
lista- og handiðaskólann, halda fyrirlestur í kvöld
klukkan 18—20 um það sem helzt er að gerast í
galleríum í New York-borg og sýna litskyggnur.
Holland er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Banda-
ríkjunum. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og er
aðgangur ókeypis.
Baháiar
haf opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld
frá kl. 20.30. Frjálsar umræður. Allir velkomnir.
Ferðir Akraborgar,
brottför
frá AVranesi:
kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. P 30
frá Reykjavík:
kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
Minningarkort
Migren-samtakanna
fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavikurapóteki,
blómabúðinni Grlmsbæ, Bókaverzlun Ingibjargar
Einarsdóttur, Kleppsvegi 150, Félagi einstæðra for-
ddra, Traðarkotssundi 6 og hjá Erlu Gestsdóttur,
sima 52683.
Jólamarkaður
Goðatúni 2
við Hafnarfjarðarveg i sömu byggingu og Blóma-
búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00.
íþróttafélagið
Leiknir
Innanhússæfingar í knattspyrnu.
I. og 2. flokkur. Sunnudaga kl. 17.10.
3. flokkur. Sunnudaga kl. 15.30.
4. flokkur. Miðvikudaga kl. 19.10.
5. flokkur. Laugardaga kl. 15.30.
6. flokkur. Sunnudaga kl. 13.10.
Fundir
Jólapottarnir
Nú er ástæða til að minna alla, sem leið eiga um
verzlunargötur borgarinnar, á Jólapolta Hjálp-
ræðishersins. Þeir standa í alfaraleið siðustu vikurn-
ar fyrir jólin, — litlir, rauðir samskotabaukar á þrí-
færi. Herinn hefur áratugum saman unnið i kyrrþey
stórmerkilegt hjálparstarf meðal þeirra, sem verst
eru settir i þjóðfélagi okkar. En jólapottarnir eru
liður I fjársöfnun til þess að gleðja þessa minnstu
bræður og systur um jólin.
Frekari kynning ætti að vera óþörf. Þessum
orðum er ætlað að vera áminning til vegfarcnda um
að leggja góðu máli lið. Við vitum, að margt smátt
gerir eitt stórt. En stærst er þó vissan um samhjálp
við þá, sem skortir ástvini, heimili, hlýju og annað
það, sem við hin teljum ómissandi á jólahátíðinni.
Hjálpum til að glcðja aðra með því að leggja aura
i jólapottinn um leið og við göngum fram hjá — og
þá höfum við gert eitthvað til þess að birtan frá
Betlehem nái betur til þeirra, sem annars sætu i
dimmunni.
Látum sjóða í pottunum. Guð elskar glaðan gjaf-
ara. Gleðileg jól.
Lárus Halldórsson.
Kvenfélag IMeskirkju
Jólafundur félgsins verður haldinn fimmtudaginn
17. desember kl. 20.30, Safnaðarheimilinu. Sýnd
verður kvikmynd frá 40 ára afmæli félagsins o.fi.
Fundaskrá
AA-samtakanna á
íslandi
Fimmtudagur
REYKJAVÍK
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið. Ungt fólk
kl. 21.00
Tjarnargata 3 (91-16373) Rauða húsið kl. 21.00
Laugarneskirkja, Safnaðarheimili kl. 21.00
Kópavogskirkja kí. 21.00
LANDIÐ
Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 21.00
Blönduós, Kvennaskóli, kl. 21.00
Dalvík, Hafnarbraut 4, kl. 21.00
Hveragerði Safnaðarheimili kl. 21.00
Kefiavík, (92-1800). Klapparstíg 7 kl. 21.00
Patreksfjörður, Raðhúsinu við Aðalstræti kl. 21.00
Sauðárkrókur, Aðalgata 3 kl. 21.00
Selfoss, (99-1787). Sigtúnum 1 kl. 21.00
Seyðisfjörður, Safnaðarheimikli kl. 21.00
Staðarfell Dalsýsla, (93-4290). Staðarfell kl. 19.00
Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 kl. 20.30
Vopnafjörður, Hafnarbyggð 4. kl. 21.00
Garðabær Safnaðarheimili kl. 21.00
Happdrætti
Happdrætti
Félags ungra framsóknar-
manna
Dregið hefur verið í happdrætti Félags ungra fram-
sóknarmanna: 14. desember var vinningsnúmerið
4656 15. — 3241, 16. — 3409 og 17. desember 4189.
Kiwainsklúbburinn Hekla,
Jóladagatalahappdrættið
Vinningsnúmer: 8. desember no. 535
1. desember no. 574 9. desember no. 1004
2. desember no. 651 10. desember no. 2344
3. desember no. 183 ll.desember no. 172
4. desember no. 1199 12. desember no. 1206
5. desember no. 67 13.desember no. 593
6. desember no. 943 14. desember no. 2308
7. desember no. 951 15.desember no. 2103
Landsamtök Þroskaheftra
Dregið hefur verið í almanakshappdrætti samtak-
anna, er það desembermánuður. Upp kom númerið
127082. Ósóttir vinningar á árinu eru: Janúar
nr:12168. Febrúar nr:28410. Mars nr:32491. Mai
nr:58305. Júli nr:71481. Ágúst nr:81798. September
nr:96202. Október nr:106747. Nóvember nr:l 15755.
Happdrætti
Dregið hefur verið i happdrætti Félags ungra fram-
sóknarmanna. 14. desember var vinningsnúmerið
4656, 15. desember 3241. Númerin hafa verið birt
jafnóðum í Dagblaðinu og Vísi frá 1. desember.
Bella
Þaö er ekki mér aö kenna, aö ég
hef unniö á svona mörgum stöö-
um. Yfirmenn minir hafa annáö
hvort veriö i Ljóninu, Bogmann-
inum, Steingeitinni eöa...
Ný sending
ia
Lrtur: Antíkbrúnz leður
Stærðir: 36-42
Verö kr. 549,50
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8. Sími 14181.
Laugavegi 95. Sími 13570.
Þorskveiðibann
20.—31. desember 1981,
nær til allra fiskiskipa annarra en þeirra, sem falla undir
„skrapdagakerfið”.
Hætta ber veiðum í siðasta lagi kr. 24,00 aðfaranótt 20.
desember nk.
Á banntíma er óheimilt að leggja eða hafa þorsk-, ufsa-
eða ýsunet í sjó.
Sjávarútvegsráðuneytið.